<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 29

VINNA VINNA 

welly welly þá er bara kominn mánudagur og vaknaði ég til vinnu í morgun. Vann alveg til hádegis... og er svo komin í frí til 5. jan... Lengsta vinnuvika ever held ég. Annars gat ég eiginlega ekkert sofið í nótt. Reyndar er það ekki neinum að kenna nema mér sjálfri. Ég nefninlega át aðeins of mikið kannski í gær.. Var boðin í mat í sveitinni og þar er nú alltaf eitthvað kræsilegt á borðum og ekki var gerð nein undantekning í gær. Læri og eftirmatur og allskonar. Og ég fékk svo mikinn brjóstsviða og gat ekki sofnað... þurfti að sofa nánast sitjandi í alla nótt. Eða þessa fjóra tíma eða svo. En allavegana.. svona af því að við erum að tala um mat.. þá segi ég bara eins og Mundi beib.. Jömmí jömmí.. því á morgun verða bornar fram kræsingar hér í mínu eigin húsi fyrir nokkra VEL útvalda.... SEM HAFA FENGI� BO�SKORT... aðrir eru ekki velkomnir. Múha ha ha ah ahahhahhahaaaaaaaaaa. Þannig að ég geri ráð fyrir því að ég þurfi að sofa sitjandi þá nóttina líka. Ég get nefninlega ekki hamið mig þegar að mat kemur. Enda er ég líka með stóra stóra kúlu á maganum og það er allt saman matur sem er þar inni........
bless

|

laugardagur, desember 27

Smá mistök 

Svo enginn verði sár.....Palli litli deilir öðru sætinu með Hannesi

|

Ã�E ZETORS 

Jæja jæja. Þá eru þessi herlegheit búin... ðe zetors eru búnir að ljúka sinni æfingu á Gunnu. Þetta var nú alveg sérdeilis prýðileg skemmtun. Að vísu sá ég ekki og heyrði ekki allt saman af því að ég var látin DÚSA í miðasölunni...... En það var nú bara allt í lagi. Hvað gerir maður ekki fyrir svokölluðu vini sína??? En í kvöld er dansiball í Víðihlíð og Sigrún ætlar sko EKKI að fara. Nei nei, það verður sko enginn þarna segir hún. Og svipurinn sem kom þegar hún sagði það. Ómægat. En allavega tók ég nokkrar skemmtilegar myndir af þessum atburðum þarna í gær og ætlast ég til að þær verði afhjúpaðar á Zetorssíðunni sjálfri næstu daga. Þegar ég er búin að senda einhverjum snilling þær, sem kann betur á tölvur heldur en ég .... og Mundi. Ég held að Hrönn sé á toppnum í heimsmeistarakeppninni miklu... eins og Zir Li vill kalla það.. keppninni Non Blogging. Og Hannes fylgir FAST á eftir henni. Ég nenni ekki að segja ykkur hvað ég fékk í jólagjöf.. enda veit ég það að ykkur langar bara ekkert að vita það. Allavega langar mig EKKERT að vita hvað þið hin fenguð.
Jæja ég bið að heilsa í bili. Bless bless

|

miðvikudagur, desember 24

JÓL JÓL JÓL JÓL JÓL JÓL 

Ég held bara að þetta sé uppáhaldsorðið mitt. Ég elska jólin, það er nú bara svo auðvelt. Fullt af glingri og jólaljósum mar.... Já talandi um jólaljós.. Hún Hófý tók nú ekki einu sinni eftir minni umtöluðu seríu þegar hún keyrði framhjá höfuðborginni miklu Laugarbakka.. þannig að þetta eru nú ekki eins sterkar perur og þið haldið. Kannski ætti ég að taka Silla... á orðinu og leyfa honum að setja 200 watta perur þarna. Þá verður nú aldeilis bjart á bakkanum. Það er mikið um að vera í mallanum á mér núna. Ég held bara svei mér þá að það sé party þarna inni. Jólin allaveg komin þar á bæ.
Jæja ég bið að heilsa og Gleðileg Jól.

|

sunnudagur, desember 21

Well hello 

Góða kvöldið gott fólk. Jæja, nú er ég komin aftur til bloggheima.. tölvan mín var með eitthvað bögg svona aðeins í dag og í gær. En auðvitað kom riddarinn minn tú ðe reskjú og fixaði þetta allt saman fyrir mig. Og gerði auðvitað svolítið sem hann fékk ekki leyfi til að gera í leiðinni............... já já, tók ekki bara mannfj... mynd af mínu yndisfagra húsi og bara smellti henni á sitt blogg. Og ef einhver af ykkur hafið eitthvað annað en hræring í hausnum á ykkur þá hefur það eflaust ekki farið langt framhjá ykkur að ég er með SER�U á húsinu mínu.. með sterkum perum í. Og þeir sem hafa ekki séð þessi herlegheit þá bendi ég á korter of seinan, og þar er þessi fallega mynd og ég held barasta að allar perurnar séu með á myndinni. Landspítalahrúgan er loksins komin heim og hitti ég hana áðan og eins og gefur að skilja þá hef ég ekki hitt hana síðan hún var lögð inn, fyrir utan einn klukkutíma á mánudaginn, og þurfti ég náttúrulega að nöldra svolítið í henni og tala og tala og tala og hún bara næstum sofnaði í bílnum hjá mér. Very skemmtilegt að rúnta með mér. Já og svo svona fyrir þá sem vorkenna hundinum mínum fyrir að vera laus við fyrrum djásn... þá er hann allur að braggast. Bara svona til að róa karlmennina niður... þeir virðast finna til með hundsgreyinu. Dónt önderstand væ...
Jæja ég segi góða nótt og sofiði öll vel og vandlega.

|

fimmtudagur, desember 18

?????????????????????????AND WHERE ARE MY SHOUT OUTS?????????????????????????????? 


|

Hot sexy mama... eða eitthvað 

Ég hef bara eitt að segja... Mér finnst Bruce Willis SEXY SEXY SEXY SEXY SEXY. Og hana nú.

|

miðvikudagur, desember 17

NÖLDUR NÖLDUR NÖLDUR 

Jæja... Það er nú gott að vita það að maður hefur alltaf einhvern til að segja manni hvað það er langt síðan maður bloggaði... og af hverju og tilhvers, hvenær, klukkan hvað og hvar það var gert... Ég veit ekki hvar ég væri á þess. En þannig er nú bara mál með vexti að ég hef kannski bara ekkert ALLAN þennan tíma eins og hinir til að skrifa hérna alltaf hreint. Sumir liggja bara uppi í rúmi allann daginn og aðrir liggja bara annarsstaðar uppi í rúmi allan daginn. Og svo allir hinir vinna á þannig stöðum að það er bara ekkert mál að blogga bara svona þá og þegar.... En nei nei ég hef nú mikilvægari hluti að gera. Til dæmis fór ég suður um helgina, reyndar ekki fyrr en á sunnudaginn sökum mikillar hríðar og hálku og blóðlauss hunds. Missti þar af leiðandi af þessu krassandi ástandi þarna í Miðvangsríkinu sjötta. Ég keypti mér alveg fullt af drasli eins og vanalega og eyddi fullt af peningum í byko... En núna get ég líka farið í góða sturtu fyrir vikið. Svo fór ég og hitti sjúklingin mikla sem bæ ðe vei liggur uppi í rúmi allan daginn og hefur þar af leiðandi allan daginn til að blogga... annað en ég... og hún sagði bara allt gott. Fór aðeins til uppáhaldsfrænku minnar í Kópavoginum og gaf ekki uppáhalds gervifrændi minn mér JÓLASER�U.... Jibbýýýýýý... nú get ég farið að lýsa Laugarbakkann aðeins meira upp. Ég held reyndar að hann sé að reyna að smjaðra fyrir mér til að ég hugsi allavega um að skíra barnið eftir honum ef ske kynni að þetta verði strákur. En Geiri minn... NEI... sama hversu margar jólaseríur þú gefur mér.
Já og svo ég segi meira þá er ég nú bara í fullu starfi við að hjúkra hundinum mínum sem er alveg fárveikur greyið. Allur bólginn og blóðlaus. Og honum er svo illt í fyrrverandi djásnunum sínum að hann getur ekki einu sinni legið og situr alltaf og er alltaf að sofna þannig og dettur niður á gólfið eins og bjáni. Litla krúsídúllan mín....
En jæja þetta hlýtur að duga eitthvað handa ykkur.. það er nú helst hann Mundi hetja sem er eitthvað að hvumpa sig yfir því að það séu heilir fimm dagar síðan ég skrifaði síðast.. og það er eins gott að þetta ball verði skemmtilegt þarna þann 27. . . . ..........
Okei bæ.

|

föstudagur, desember 12

ÞAÃ� VERÃ�A ENGIN VERÃ�LAUN 

Það verða sko engin verðlaun veitt hér á þessu bloggi sem tengjast teljaranum mínum. Ég bendi á Munda ef þið eruð að falast eftir svoleiðis apparötummmmmmmmm...

|

Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�Ã�HAAAAAAAAAAAAA 

JAHÚÚÚÚ VÚPPID� VÚPPID� VÚHÚ ÉG ER KOMIN ME� TELJARA..... Vá hvað ég er spennt..... já og svo bæ ðe vei þá er þetta það næsta sem ég komst að ljósaperunum, teljarinn átti að vera ljósaperur en nei nei það er náttúrulega ekki til frekar en á öðrum stöðum. En þetta lúkk heitir Glowing þannig að þetta er næsti bær við. Takk fyrir það.... Ha det.

|

::::::::::::::::IDOL IDOL IDOL:::::::::::::::: 

Welly welly.. góðan daginn gott fólk. Það eru nú nokkrir dagar síðan ég skrifaði síðast en þannig er nú mál með vexti að það hefur bara ekkert merkilegt gerst í mínu lífi síðan þá. � miðvikudaginn fór ég reyndar í mæðraskoðun og er semsagt komin 32 vikur og allt gengur eins og í sögu. Gæti ekki verið betra. Hrönnsa beib liggur ennþá bara inni á LEGUdeild eins og Drottning og lætur stjana við sig. En hún fékk nú smá útivistarleyfi í dag og ætlar að skreppa norður svona smá skotferð til að sýna sig og sjá aðra.
En nú skulum við tala um jólaseríur. Það var nú mikið talað um þessi blessuðu jólaljós mín á kommentinu mínu síðast og mig langar bara til að vita eitt. Hvað er eiginlega hægt að fá sterkar perur... hvað er það sterkasta.
En núna ætla ég að segja ykkur frá einum ónefndum Silla sem stakk upp á því við hana Hrönnsu, og sagði að það yrði mjög fyndið, að fara í skjóli nætur heim til mín og skipta um allar perurnar á minni heittelskuðu seríu utan á húsinu mínu. En ég ætla nú bara að benda honum ónefnda Silla á það að það er væntanlega ekki hægt að koma á Laugarbakka í skjóli nætur vegna mikillar birtu.... einhverra hluta vegna..... og svo á ég alveg yndælis hundskratta sem lætur mig vita þegar það er verið að skondrast eitthvað fyrir utan húsið mitt. OG svo á ég mynd................ segi ekki meira um það en sumir ónefndir Sillar skilja þetta örugglega.
En nóg um jólaseríuna mína. � kvöld er Idolið mikla og hver ætli verði sendur heim í kvöld. Ég ætla nú bara ekkert um það að segja af því að dómararnir eru aldrei sammála mér, þó að Sigga sé nú yfirleitt sammála öllum, og ég hef aldrei rétt fyrir mér.. allavega ekki eins og dómararnir segja. En þjóðin segir nú ekki alltaf það sama og þríeykið. Ég hlýt að vera bara svona vitlaus í sambandi við söng og þetta allt saman. En jæja ég er hætt og við sjáumst síðar.
Já ég ætlaði að spyrja Drolluna í Miðvangsríkinu sjötta hvort ég gæti fengið gistingu í svona tvær nætur á næstu dögum.
Þá skal ég ekki taka niður jólaseríuperurnar umtöluðu.
ok bæ

|

þriðjudagur, desember 9

HA HVAÃ�A GLERAUGU.... 

Góðan dag gott fólk.
Eins og þið kannski eruð búin að taka eftir þá komu stafirnir eitthvað blaaaa þarna í gær og ég nenni bara ómögulega að laga þetta fyrir ykkur. Þið verðið bara að klóra ykkur í gegnum þetta ef þið endilega viljið sjá þetta. En aðalinnihaldið var það að mér líst vel á tillöguna hjá Fröken Hófý um að halda bloggparty um jólin. Og heima hjá Silla hentar náttúrulega alveg sérdeilis prýðilega vel. Ef að þau hjú verða komin heim úr bænum eftir mikinn hasar í nótt og dag. Þá er ég nú ekki að tala um þeirra á milli eitthvað.. heldur það að Fröken Húnfjörð var flutt suður með sjúkrabíl í nótt slösuð á auga. Já já hún fékk hreina sápu sem hún er að vinna með, sem er frekar ógeðslega sterk..... Beint í augað, eins og margir myndu segja. Augað soðnaði og bólgnaði og sérfræðingar vilja halda henni á Landspítalanum þangað til allt er gróið og komið á sinn stað. En annars er nú útlitið gott og henni líður alveg ágætlega. Nema henni náttúrulega hundleiðist að liggja þarna allann daginn. Og já já, hann Zir Li fór suður í dag á eftir sinni heittelskuðu. Jæja ég er að hugsa um að fara að sofa núna, þarf að vakna svo snemma maður... alveg klukkan sjö eða eitthvað. En sko ég ætla ekki að hjálpa Hófý að taka til heima hjá ZIr Li... hvorki fyrir né eftir partý. Bara að koma því á hreint.
Góða nótt

|

mánudagur, desember 8

OG HVAÃ� VAR ÞETTA??? 


|

=(=(=(=(=(=(=( 

Þetta var nú ekki eins spennandi og það átti að verða... Forrétturinn var fínn en það var bara ekki til Lamb handa öllum, sem er náttúrulega ekki nógu gott. Það er kannski ekki til nóg af því í landinu.......... Og svo var einhver karl sem talaði eins og fífl þarna yfir borðhaldinu og við bara heyrðum ekkert í honum Flosa kallinum. Og hljómsveitin.... ég segi ekki hvað mér fannst um hana. En þetta var nú samt bara alveg ágætt. Annars var þetta aðalega gamla liðið sem var þarna og örfáir á mínum aldri.. sem eru nú samt ekkert á mínum aldri. Eiginlega bara miklu eldri. En ég nefni nú engin nöfn =) Ég held bara að ég og Guðrún höfum verið yngstar þarna á svæðinu. Og svo var ein sem var með alveg flottustu hárgreiðslu sem ég hef séð lengi... eða þannig. Ég held að það sé nóg að segja að hún sé þýsk. Það segir nú alveg helling. Eine kleine bara..... Þær voru nú margar þýskar þarna reyndar.
Já ég tek undir það sem Hófý gæskan segir um að halda bloggheimapartý um jólin. Og ég tek líka undir það að halda það hjá honum Silla. En ég tek ekki til með henni.... Ég tek nú reyndar orðið svo mikið pláss að ég er ekki viss um að þessi litla sæta íbúð hans dugi fyrir fleiri en mig og mitt...
Jæja ég er að hugsa um að láta mig hverfa og eigiði góðan dag.

|

laugardagur, desember 6

JÓLAHLAÃ�BORÃ� 

Jibbý... ég er búin að bíða eftir þessu kveldi mjög lengi. Ekki spyrja mig af hverju af því að ég get ekki svarað því. Það verður bara örugglega alveg rífandi stemning og maturinn örugglega bestasti matur sem ég hef smakkað. En þessar blessuðu partymyndir eru farnar að láta sjá sig og allt er gott á ný. Og ég held ég sé búin að finna eina enn sem segir svona Sigrúnar Tsje.... Idol gellan frá Blönduósi. Spáiði í því.
Okei bæ

|

ANDA MEÃ� NEFINU!!!!! 

Sko þessar myndir koma að lokum.... Það eru bara sumir sem eiga asnalega tölvu sem er ekki alveg að virka... hmmmm einhverjir sem eru með varatölvur og allt en nei nei samt virkar það ekki. Þannig að það verða bara allir að anda með nefinu og taka lífinu með ró... sérstaklega Mundi sem virðist vera eitthvað hvumpinn þessa dagana

|

föstudagur, desember 5

Talandi um stemningu 

já eins og segir að ofan... Talandi um stemningu.. ég held að þessar myndir segi til um partyandann í fólkinu í þessu partý sem átti sér stað í Vesturbergi 6 um síðustu helgi....|
Jæja þá er Idolið búið og þetta fór bara alveg eins og það átti að fara. Mér fannst sumir frændur sumra ekki neitt sérstakir í kvöld og mér er alveg sama þó hann eigi kærustu núna. En mikið rosalega var GAMAN að sjá hana Jóhönnu Völu detta út.. mér fannst hún leiðinleg á allan hátt. En þessi mynd sýnir Idol stemninguna á mínu heimili og það er hægt að segja að ALLIR horfi á Idolið hérna... meira að segja hundurinn. . . .

|

fimmtudagur, desember 4

JÃ� JÃ� ÉG VEIT 

Sko. Ég hef örugglega löglega afsökun á því að það sé svo langt síðan ég bloggaði síðast. Ég er bara ekki alveg búin að jafna mig eftir þrusupartýið mikla hjá Hófý og Jóa um daginn..... Það var alveg skratti skemmtilegt. Þótt ég hafi verið frekar alltof aldrei verið eins södd eftir jólahlaðborð á Hótel Sögu... úfff.. það var svoooooooooo góður maturinn. Þríréttað og ég náttúrulega gat ekki annað en fengið mér alla réttina og frekar of mikið af hverjum. Ég tók nú eitthvað af myndum í þessu blessaða partýi, sumar urðu bara svolítið hreyfðar eða MÓ�AR... eins og kannski er best að orða það. En það er kannski bara einhver ástæði fyrir því. Kannski vill fólk bara ekkert láta sjá sig í svona ástöndum. En sko. Það er nú ekki hægt að slá henni Hrönn elskunni við... sama hvað maður bíður í marga daga og vikur með að blogga.. það er ALLTAF lengra síðan hún bloggaði en ég. En við fórum semsagt í bæinn um helgina, ég, Hrönnsla og Kata systir og keyptum náttúrulega ógeðslega mikið af einhverju dóti. Til dæmis keypti ég mér alveg sérdeilis prýðilegt borðstofuborð og stóla þannig að nú get ég aldeilis farið að halda partý og bjóða öllu fólkinu sem ég þekki í matarboð. . . . eða eitthvað. Svo keypti ég mér auðvitað fleiri jólaseríur af því að mér finnst þær svolítið fallegar.. ef þið voruð ekki búin að finnna það út. Við héldum til í Kóngsríkinu í Hafnarfirðinum. Eða ég held að það sé eiginlega betra að kalla þetta DROTTNINGARR�KI�.. mér finnst það eiga betur við. Þar var náttúrulega alveg yndislegt að vera að venju. Og ég gleymdi auðviðtað að láta þig.. SIGRÚN fá diskinn sem við vorum að tala um og varaglossinn sem ég fékk lánaðann..... OG ÞÚ SEGIR EKKI NEITT.................. þú þarna.
Jæja veriði sæl að sinni

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com