<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 26

TAKK TAKK TAKK TAKK 

Well hello. Þá er nú kominn fimmtudagur og litla krúsíbarnið mitt orðið vikugamalt.. og eins dags. Vá hvað tíminn líður hratt. Heil vika síðan ég var að öskra og rembast og klóra og lemja og bíta hausinn af Hrönnsu... Nei nei hún slapp nú vel. En ég hef nú bara ekkert að segja einfaldlega vegna þess að það gerist EKKERT hjá mér. Ég hangi bara inni allan daginn og sef og gef brjóst. Gaman að því. Reyndar fór ég út að labba í dag, voða dugló. En ég nenni ekki að skrifa meira. En ég vil hinsvegar þakka öllum þeim sem hafa gefið mér eða Hafdísi Maríu einhverjar gjafir eða gert eitthvað fyrir okkur alveg kærlega fyrir. Þetta er allt saman alveg ómetanlegt. TAKK TAKK TAKK TAKK TAKK TAKK TAKK TAKK TAKK TAKK TAKK

|

þriðjudagur, febrúar 24

Klipp klipp 


Sjáiði hvað Hrönnsa er myndarleg með skærin, tilbúin að klippa á naflastrenginn.... he he

KLIPP KLIPP

|

mánudagur, febrúar 23

LOKSKINS KOMIN 

Jæææææja. Þá er þetta allt saman afstaðið. Loksins kom litla prinsessan mín í heiminn þann 18. febrúar klukkan 02:41 og var hún 51 cm og 3885 gr. Algjör dúlla með holu í hökunni. Þetta var nú alveg smá vont en ég geri þetta sko alveg aftur. Það var eiginlega verra að liggja í þessu rúmi í fimm daga heldur en að fæða hana.. Mikið vaaaaáááá var gott að komast heim í rúmið mitt. En allavega þá er hún komin í heiminn og ég er búin að nefna hana og hún heitir Hafdís María. Þessi nöfn eru algjörglega út í loftið bæði tvö, nema reyndar þá heitir ljósmóðirin sem tók á móti hjá mér Hafdís... Og hún var alveg æðisleg sú ljósmóðir. Ég held að ég hefði bara ekki komist í gegnum þetta án hennar og ég er stolt að dóttir mín heiti það sama og hún. Jæja ég nenni ekki að skrifa meira. Bara bless.

|

sunnudagur, febrúar 15

BÚHÚBÚHÚ 

Jæja jæja.. þetta er nú alveg að verða fínt bara finnst ykkur ekki??? Mér finnst þetta alveg ágætt, búin að bíða alveg nógu lengi. Þannig að í dag.. daddara.. eða í kvöld kannski frekar, förum við Hrönnsa beib á Skagann og ég verð hugsanlega mjög líklega sett af stað í fyrramálið. Þannig að þið getið búist við barni enítæm túmorró eða hinn. Very very spennó!!! Svo er náttúrulega líka voða spennó að fá loksins að vita hvort kynið þetta er.... jiiiiii ég get ekki beðið. Ég ákvað að sofa út og sofa og sofa og sofa í morgun svona til öryggis... gæti hugsanlega verið síðasti útsofunarmorguninn í langann tíma. Og viti menn, það tókst alveg sérdeilis prýðilega. Og svona okkkar á milli þá var ég eiginlega að vakna fyrir svona hálftíma. Hundinum er nefninlega farið að leiðast þetta mikla letilíf. En það er nú í lagi hann kemst í sveitina í kveld og getur þá fengið sínar hlaupaútrásir eins og hann vill. EEEEEEEEN allavegana þá er ég að hugsa um að hætta og segja ENN og aftur að þetta sé síðasta bloggið mitt.. og að ég bloggi ekki fyrr en barnið er komið í heiminn. Ætli það sé ekki í hvað??? þriðja skiptið sem ég segi þetta??? En núna ætla ég að standa við það sem ég segi og BLOGGA EKKERT BLOGG FYRR EN BEBEIÐ ER LENT. OG HANA NÚ.
LIFIÐ HEIL OG VIÐ SJÁUMST

|

föstudagur, febrúar 13

Jan mayen rúlar feitt..... 



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

|

Föstudagurinn 13..... múhahahaaaaaa 

Jæja gott fólk. Þá er kominn föstudagurinn 13. Dagurinn sem allir óttast, eða eitthvað. Ég ætlaði nú reyndar að eiga bebeið í dag, en nei nei ekki frekar en alla hina dagana sem komu til greina. Það er ekkert að gerast hjá mér frekar en fyrri daginn. En svo ég spyrji nú ykkur álits.... ef ég fæ einhverju ráðið með það hvenær ég verð sett af stað. Hvort finnst ykkur 16 eða 17 hentugri dagur fyrir bebeið að fæðast???? Ég er persónulega meira fyrir 16. en það er nú líka kannski af því að ég á sjálf afmæli 16.... ágúst reyndar en það er kúl töla. Já ókei, þá er ég búin að ákveða það fyrir ykkur að ykkur finnst 16 flottara.. he he. Kúl og svalt.
Þá er bara að tæla ljósmæðurnar á Skaganum til að koma þessu í heiminn þann 16. febrúar. Ójájá.
Jæja lallallalalal ég hef ekkert að segja þannið að ég læt enn og aftur suma aðra um að blogga löööööng blogg... Veriði sæl.

|

fimmtudagur, febrúar 12

Ekki alveg að nenna þessu enímor.... 

Jæja krakkar... eins og einhver ónefndur Böðvar á Barði myndi segja. Ég er komin heim. Ójá já.. heim í capital of the north... the great Laugarbakkaborg. Eða eitthvað. Þannig er nefninlega mál með vexti að ég er ekki búin að eiga og er víst ekkert að fara gera það á næstu dögum. Ég fór í skoðun í morgun full af tilhlökkun um að fá kannski að heyra þau skemmtilegu orð að þetta væri nú bara að skella á. En neeeeeeiiii.. aldeilis ekki. Kellingin sem var að skoða mig sagði að það væru few more days... og ég náttúrulega rauk upp og barði kellu og sparkaði og beit og hlussaðist ofaná hana og reif í hárið á henni og klóraði úr henni augun... Eða þá að ég sagði bara ÓKEI. Ég verð þá víst bara að bíða lengur. Allavega þá nennti ég ekki að vera þarna lengur í vondu lyktinni á Akranesi og af því að það er nú svo gott veður núna, þá ég get bara alveg eins beðið hérna heima hjá mér. En ég verð nú sett af stað á mánudaginn, þriðjudaginn í síðasta lagi. Þá tekur biðin loksins enda. Kannski hefði ég átt að vera á þessu Varpskipi núna frekar en í gamla daga.. kannski það hefði hjálpað eitthvað til.
jæja ég er að hugsa um að hætta að skrifa í bili... það eru aðrir í bloggheimum sem sjá um að hafa bloggin ALLT OF LÖNG... he he. Og já það stendur til að laga barnalandsheimasíðunua... mjöööööööööögggg fljótlega...
Bless

|

mánudagur, febrúar 9

NÝIR SULLARAR 

þarna eru þau Tommi og Guðrún komin... bjóðum þau velkomin

|

EKKERT BÚIÐ AÐ GERAST ENN 

Jæja allir saman. Þá er ég ennþá á akranesi en komin aftur til bloggheima eftir smábilun hérna á bókasafninu og auðvitað var ekkert opið hérna um helgina. Já en það er sem sagt ekkert að gerast hjá mér frekar en fyrri daginn. Að vísu hef eg svona á tilfinningunni að þetta sé að fara að skella á svona eftir ekkert alveg rooooosalega langan tíma. En hvenær hef ég svosem rétt fyrir mér. Sigrún vill meina að þetta komi ekki fyrr en 18. feb. sem er náttúrulega frekar allt of langt þangað til og ég nenni sko ekki að bíða hérna eftir því. En hún þurfti nebblega að bíða í tvær vikur... ég ætla ekki að gera það. Og ég er ekki búin að ná kílóafjöldanum hennar heldur... En eins og áður þá skulum við ekkert ræða það neitt frekar. En ég er að hugsa um að gera svona landakort eins og allir hinir en ekki núna... Og svona fyrir Munda þá var ég líka á Jan whatever... með Sigrúnu og Hrönnsu.. þá var sko stuð. Reyndar hef ég komið ansi nálægt Jan Mayen.. þegar ég var unglingur á Varpskipinu Óðni. Heyrðu þetta átti náttúrulega að vera varððððððskip ekki varpskip... hahahaha. Jæja ég bið að heilsa í bili og ég ætla mér ekki að blogga aftur af því að þetta er alveg að gerast.............. Eða eitthvað.
Bless bless jors trúlý Brilli beib

|

miðvikudagur, febrúar 4

DON'T EVEN THINK ABOUT IT SILLI...... 


|

VERY NEW BLOG 

Welly smelly jelly belly... ha ha ég fyndin. Þá er nú kominn núllfjórði núllannar núllfjögur. Og ekkert barn komið enn. Kannski þarf ég að bíða í FOKKANS tvær vikur eins og sumir. Þá næ ég kannski líka kílóafjöldanum hennar. En ég nefni engin nöfn að svo stöddu. Sko, hvernig á maður að geta aftengt airbagið.. í farþegasætinu þegar toyota aularnir vilja ekki gera það fyrir mann. Þá er maður í vondum málum. Þá getur maður ekki haft barnabílstólinn þar eins og venjulegt fólk gerir.
En ég næ kannski samningum við þessa gauka einhverntímann. Ég er búin að komast að því eftir mikla athugun að fm 957 er engan vegin skemmtileg útvarpsrás. Nema kannksi svona í klukkutíma.... og svo byrjar sami diskurinn aftur. Annars hef ég ekkert að segja svo sem.. ekki frekar en í gær. Hrönnsla ætlaði að koma til mín í gærkveldi en komst ekki sökum veðurs.. þá ætlaði hún að koma í morgun með Fröken Guðrúnu frá Fremri Fitjum en hún þorði ekki út í óveðrið sem herjar á akkúrat bara þann hluta landsins....... hmmmmm... spúkí. Eins og veðrið er gott hérna alltaf hreint. Alltaf blankalogn og sól og blíða. Kemur stundum svona diskósól þegar gufan úr "líkbrennslunni" fer fyrir hana.
Já ég er að hugsa um að setja annað svona "bara fyrir kommentblogg" aftur og Silla er hér með MEINAÐUR aðgangur að því... ef hann getur ekki hagað sér eins og manneskja. Eðlileg manneskja á ég þá við.
Já ég bið þá bara að heilsa ykkur öllum og gangi mér vel.. he he.
Ég held að barnið sé búið að ákveða að koma á þorrrrrrrablótsdaginn, sem sagt núllsex núlltveir núllfjórir. Geggjað.
HA DET BRA.

|

þriðjudagur, febrúar 3

Bara fyrir fleiri comment =)=)=) svo snjöll er ég  


|

Labbi labb 

Welly smelly. Ekkert gerist enn...... En allar hinar sem voru skráðar á undan mér OOOOGGG á eftir mér eru búnar. Já já þetta er örugglega samsæri gegn mér. Það er svolítið fúlt að það sé bara hægt að commenta 5 sinnum hérna hjá mér þannig að ég blogga eitt blogg og svo eitt mjööööööög lítið og stutt til að bæta öðrum 5 commentum við... oh ég er svo klár. Svo þegar ég kem heim í APRÍL með þessu áframhaldi þá breyti ég commentunum mínum. Fyrst að Ragga er búin að stela af mér mínum fæðingardegi þá hlýt ég að vera á hennar sem er ekki fyrr en níunda. Það væri náttúrulega alveg til að toppa æronikkið. HMMMMM.... eða eitthvað. Ég sem ætlaði að vera svo góð við Jóa Búbba og eiga á hans degi eeeen nei nei, ekki nú aldeilis. Ég reyni að gera allt til að koma þessu af stað og labbaði alveg örugglega heilan kílómeter í gær. Og ætla að labba annan í dag. SVOOOOOOO dugleg. Já svo ef ég svara ekki í símann eða svara ekki smsum þá er það af því að ég nenni því ekki. Ég fékk 15 sms frá klukkan 7 í morgun til 12 á hádegi. Og ég svaraði EINU, sem var frá pabba mínum, af því að hann býr nú svo langt í burtu.
Welly nú er ég að fara út að labba þennan blessaða kílómeter.. eða meira jafnvel. úff.. ég er nú ekki þekkt fyrir mikla labbihreyfingu, en allir geta nú breyst, já já.
Bið að heilsa öllum sem ég þekki......

|

mánudagur, febrúar 2

löng bið EKKI á enda 

Jæja jæja. Þá er ég komin til bloggheima á ný. Thank god for bókasöfn.... En ég er semsagt stödd í hinum ágæta bæ Akranesi ennþá og er bara að bíða og bíða. Hrönnsa var nú hérna alla helgina en fór svo heim í gærkveldi til að vinna í beeegarínu. Þannig að ég er hérna mjög aaaalein eins og er. En við skulum nú vona að þetta fari nú að láta á sér kræla þetta blessaða barn. Svo ég segi nú fréttir ef einhver veit þær ekki þá er hún Jóhanna Eyjólfsdóttir vinkona mín búin að eiga lítinn Prins. Hann fæddist á Akureyri þann 30. jan og var hann 16 merkur og 55 cm. Heavy cool mar. Og svo er hún Sólrún líka búin að eiga strák og fæddist hann þann 2. feb og ég man ekki hvursu stór hann var.. tæpar 17 merkur held ég og 53 cm minnir mig. Já já ég get sko líka sagt fréttir þó ég sé stödd í bæ sem ég hef komið í EINU sinni á ævinni fyrir þetta skiptið. Eða eitthvað. Þá tel ég ekki Akraborgarskiptin með af því að þá var bara alltaf brunað í gegn án þess að horfa til hægri eða vinstri. Og svo er líka svo langt síðan að Akraborgin hætti siglingum að það er nú ekki hægt að ætlast til að ÉG muni eftir því.
Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað ógeðslega skemmtilegt á Akranesi með ÖLLUM vinum mínum hérna..... he he.
Veriði sæl.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com