<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 30

VESTMANNAEYJAR... HERE I COME..... NOOOOOT 

JÆJA JÆJA JÆJA. Nú er ég alveg búin að komast að því að ég á mér ekkert líf. Það eru ca. allir sem ég þekki að fara til Eyja um helgina. Ekki kannski alveg allir en svona næstum því. En ekki ég .. nei nei, ég ætla að vera heima að gera ekki neitt. Að vísu hringdi SMU í mig í gær og sagði mér að ég og hann værum að fara til Akureyrar að drekka mikið af tekíla. Hmmmmm... ég man ekki hvenær við ákváðum það. En reyndar langar mig alveg til að skreppa yfir einn dag og fara eitthvað út um kveldið en þá kemur upp sama gamla vandamálið. Maður á barn og ekki getur maður bara skilið það eftir aleitt heima. Já já, nei nei, þetta verður örugglega alveg sérdeilis prýðilega skemmtileg helgi hérna hjá okkur Hafdísi. Við verðum mjög líklega mjööög einar heima alla helgina og örugglega einar bara á öllum Laugarbakka.... þar sem það eru flestir sem ég þekki að fara til Eyja, þá hlýtur það líka að eiga við um Laugbæklinga!!! EEEEEEnnn good news. Geiri frændi mætti hérna til mín um daginn með 100   7 watta ljósaperur, þannig að ég ætti að eiga nóg af þeim næstu árin. Ójá já. En núna er ég að bíða eftir nokkrum flyðrum sem eru að fara til Eyja á eftir í þessu sérdeilis prýðilega sunnanfárviðri sem hér er. EEEn þetta kalllast nú ekki fárviðri hérna á norðurlandinu þar sem sunnanáttin er alltaf svo hlý og góð hérna. En fyrir sunnan ER fárviðri..... og verði þeim að góðu. Jæja bless bless

|

sunnudagur, júlí 18

UNGLIST NÁLGAST 

Já eins og ég segi þá nálgast unglistarhátíðin mikla óðfluga. Og þetta árið er manni sagt að maður EIGI að taka þátt í þessu og þess vegna ætla ég að gera það og " gleðja"alla með því að syngja fyrir ykkur á barnum á fimmtudaginn af því að ég er svo ung ennþá og á mörg ár í að geta ekki tekið þátt í þessu. En hins vegar eru ekki allir svona ungir hér á meðal vor... ónei... Það ætlar til dæmis einn ónefndur bakari á Hvammstanga að performa af því að hann heldur að hann sé ennþá 29 ára. En svona ykkur að segja held ég að hann sé svona jafn mörgum árum of gamall og ég er gömul... en maður er nú alltaf ungur í öndum ekki satt. En ég get sagt ykkur það að þetta á eftir að verða eitthvað skrautlegt kveld... allavega hjá okkur Sigrúnu. Hún er að pína mig til að syngja eitthvað lag sem ég hef aldrei heyrt áður en hún fór að tala um það og það eru bara 4 dagar til stefnu... en við höfum nú gert okkur að fíflum áður (með ónefndum waterloo lögum oooooog sporum) og erum ekkert feimnar við að gera það aftur... En jæja nú er víst kominn tími á svefn.. ble

|

þriðjudagur, júlí 13

TALANDI UM FEITT FÓLK 

Já, af því að við vorum nú að tala um feitt fólk þá er best að ég segi mína skoðun á þessu örlu saman. Ég hef alltaf sagt að það sé bannað að gera grín að feitu fólki... hmmm af hverju ætli það sé, en allavega þá er ég búin að komast að því að það má bara alveg svona stundum. Sérstaklega ef það er vitlaust líka. Þeir sem voru á barnum um síðustu helgi vita kannski hvað ég er að fara.. En þar var "hljómsveit" að spela og þessi "hljómsveit" samanstóð af tveimur búrhvölum sem kunnu hvorki að spela né syngja. Eða jú kannski stelpuflónið, hún gat nú alveg sungið svosem en hún kann ekki að klæða sig. Ég man nú ekki hvað hann Þórhallur elskan sagði þegar hann var að lýsa henni en það var eitthvað very very góð lýsing. Og kalluglan kunni sko ekki að spila á þetta blessaða hljómborð sitt.. gerði nákvæmlega ekki neitt. Reyndi ekki einu sinni að vera að þykjast spila. Það er nú hentugt að geta verið heil hljómsveit þegar maður kann hvorki að spila né syngja og geta rukkað 1000 kr á kjaft fyrir það. Hann var semsagt með skemmtara sem spilaði bara fjögur eða kannski fimm lög í mesta lagi og kellan söng á meðan. Þannig að maður gæti kannski farið um landið með einn eða tvo diska með einhverju undirspili og meikað það bara.. orðið ríkur!!!! Það eru bara fimm mánuðir og eitthvað margir dagar í næstu jól... ég er svo spennt. OOOOOGGG það gerir bara svona fjóra mánuði í það að ég geti sett JÓLASERÍURNAR mína góðu upp út um allt. Ég ætla nú ekkki að lýsa upp alla Húnavatnssýsluna þessi jólin af því að hann Geiri beib er búinn að loooooooooofa mér að redda mér 7 watta perum í útiseríuna mína góðu.. þannig að það verður ekki bjart í Hrútafirði í þetta skiptið. Það er nú bara varla að það takið því að setja svona daufar perur út... grasið gæti fölnað og ég þyrfti hugsanlega að fara í eittvað utanyfir bikiníið mitt... það er reyndar gott mál. En jæja ekki meira um jólin, ekki alveg straxxxxx.

|

föstudagur, júlí 9

JAHÉRNA 

JÁ ég segi nú bara jahérna hvað allir eru orðnir latir hér í bloggheimum.. og þá á ég við mig líka. HMMMMM, Tónleikar síðustu helgi... voða gaman, pínu heitt bara. Sem minnir mig á það. Það er VIÐBJÓÐSLEGT veður úti. Allt of heitt fyrir minn smekk, en hér á Bakkanum er 25 stiga hiti og ég að kafna í orðsins fyllstu merkingu. Þess vegna sit ég hérna inni og geri ekki shit. Ég skondraðist í klippingu áðan og ómægat hvað ég er breytt manneskja.. komin með sama sem stutt hár og orðin næstum alveg dökkhærð... það fá semsagt allir sjokk sem sjá mig. En þetta er semsagt verk Boggu, þannig að ef ykkur finnst þetta ljótt... berjiði hana þá ekki mig. Dúddírúddídú.. ég hef ekkert að segja sko. Þannig að ég er að hugsa um að setja bara bjórinn í kæli og bíða eftir að hann kólni og fá mér svo einn öllara svona í tilefni dagsins. Veriði sæl

|

fimmtudagur, júlí 1

BLOGGIDDÍBLOGG 

JÆJA... ekki orð um það hvað það er langt síðan ég bloggaði blogg síðast. Sko, ég hef löglega afsökun. Tölvan mín er búin að vera beeluð í feitan og langan tíma og ég hef barasta ekkert getað bloggað. Þannig er það nú. En já það er nú samt ekkert svakalega mikið búið að gerast síðan þá, allavega er ég ekki búin að slá garðinn minn af því að slátturvélin mín er beeeluð og búin að vera það í þrjár vikur, jafn langan tíma og hrúgurnar úr síðasta slætti eru búnar að vera á sínum stöðum.... ekki gáfulegt. Þetta er náttúrulega ekki mjög sniðugt... ég tek hérna á móti tveimur feitum í hádeginu alltaf hreint og gef þeim að éta endrum og eins og hvað fæ ég til baka???? ALLA VEGA EKKI SLÁTT.... he he. Og þær vinna við þetta og myndu nú örugglega ekki vera lengur en svona klukkutíma að skondrast hérna um garðinn minn með slátturvélarnar.. alveg sko!!! Um helgina síðustu var nú lítið brallað nema að fara í brúðkaupið mikla hjá Anítu og Gísla. Á þriðjudaginn skruppum við mæðgur hins vegar í bónus í Borgarnesi. Að kaupa bleijur af því að það er ekki nema fyrir fólk með mjög há laun að kaupa þær í Kaupfélaginu á Hvammstanga. Ég veit ekki alveg hvaða eðlilega fólk hefur efni á þessu!! Á laugardaginn 3. júli býður svo Linda Sölva nokkrum VEL útvöldum til grillveislu í tilefni fimmtugs afmælis síns sem var reyndar 18. maí.... svolítið lengi að fatta greyið, he he. Og auðvitað er ég ein af þessum BEST útvöldu.. múha ha ha .. Sunnudagur, þá förum við skötuhjú suður á Metallica tónleikana. OG ég er svo spennt.

jæjææjæjæjæjæja ég nenni ekki meir.... krílið er orðið pirrað. ok bæ

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com