<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 29

DRYKKJUSPIL OG LÆTI 

já, þessi helgi semsagt á enda eins og svo margar aðrar. En þessi helgi var nú svosem frábrugðin öðrum helgum á þann hátt að ég og feitubollustelpurnar skondruðums í sumarbústað í gærkveldi. Þar voru fullt af fræknum flyðrum og má þar nefna Anítu, Eydísi, Rakel, Sveinbjörgu og Elísa skvísa. Við speluðum þetta líka skemmtilega drykkjuspil sem gekk auðvitað út á það að drekka. Það skipti eiginlega engu máli hvaða reit maður lenti á maður átti alltaf að drekka. Sumir voru fullari en aðrir og fóru snemma upp úr pottinum og tilkynnti að hún ætlaði að fara inn í rúm að drepast. OG ÞETTA VAR KLUKKAN TÓLF... hugsiði ykkur, Rakel og Eydís ætluðu að "leggja" sig í svona hálftíma og halda svo áfram að djamma en það vita nú alllir að það er nú ekki hægt. Auðvitað sváfu þær lengur en hálf tíma... eða til svona tólf í dag. Já já, svona fór sú sjóferð. En þetta var alveg sérdeilis prýðilega skemmtileg skemmtun samt.
Jenny frænka er nú komin í bloggheima og ég treysti því að hún skrifi REGLULEGA inn á bloggið sitt þar sem hún er í svo hentugri vinnu..... nema náttúrulega að hún sé of upptekin við að virkilega vinna... eða eitthvað. Það skilur þetta örugglega enginn nema ég og hún sjálf kannski.... EN jæja ég nenni ekki að skrifa meira. ok bæ

|

fimmtudagur, ágúst 26

ER MUNDI DAUÐUR???? 

MUUUUUUUUUNDI... MUUUUUUNDI... af hverju ertu svona bláð..eðta að kafna??? Sko Möndmundur minn, þetta er nú hætt að vera fyndið, ég held að þú sért latastur af öllum í bloggheimum, þá meina ég auðvitað fyrir utan Tomma greyið sem hefur ekki bloggað síðan 1. maí síðastliðinn. Hvað þarf maður eiginlega að gera til að fá svona bjálfa til að blogga eilítið blogg. Sigrún... er þetta kannski eitthvað þér að kenna, fær Mundi ekki að blogga??? Spurning hver ræður á því heimilinu, he he =)=)=)
En dagurinn fór semsagt svona hjá mér: Vaknaði um 9, fór á fætur og gaf dömunni að éta, og sjálfri mér líka. Hmmmmmmmm, já, síðan hefur nú eiginlega ekkert gerst hjá okkur. Innihaldsríkt líf ekki satt. Jú auðvitað, ég fór út að labba og ætlaði að labba út í skóla en nennti ekki lengra en út að sóvetó, hitti svo Egil á heimleiðinni og við strunsuðum áfram eins og tvær í fæðingarorlofi... he he og fórum svo að skoða minn farlega bílskúr sem er bæ ðe vei nær dauða en lífi. Jahá. Svona lifi ég nú sérstaklega spennandi lífi. Stúlkufeitubollurnar koma heim á morgun á þessum líka skemmtilega flöskudegi sem verður nú enginn flöskudagur, hm hmm .. ég held að ég hafi tekið út ansi marga flöskudaga á laugardaginn síðasta. Tölum ekki meira um það.
En allavega var þetta blogg gert til þess að vekja Möndmund upp frá einhverju sem enginn veit hvað er. Og enn og aftur skora ég á Munda að blogga eitt stykki blogg öllum til mikillar hamingju. ok bæ

|

þriðjudagur, ágúst 24

ALLT Í FOKKI 

jæja wellý smellý.. þá er komið að því

Lífi mínu er endanlega lokið... eða allavega á smá hátt. Stelpufeitubollurnar sem ég umgengst á hverjum einasta degi eru allar að fara að yfirgefa mig. Já já, og finnst það bara ekkert mál. Ég og Hrönnslan héldum upp á þessi "skemmtilegu" tímamót með því að detta ærlega í það um helgina. Og ég verð nú bara að segja það að það er nú langt síðan ég hef verið svona skrautleg.. og þetta var bara helvíti gaman allt saman. Ég meira að segja kveikti á jólaseríunni minni til að lina þjáningar mínar í sambandi við þennan viðskilnað og viti menn, mér leið bara miklu betur. Tölvan mín er með fookk eins og vanalega og ég get ekki sett myndir inn á Barnalandið, þannig að það er bannað að skamma mig fyrir myndaleysið. Svo var ég svona korter að komast hérna inn til að geta bloggað eitt aumt blogg. Það er eins gott að þegar Hrönnslan er búin að læra þessa fokkings smíðadellu sína að hún smíði nú fyrir mig sólpall og allt sem honum tilheyrir. Já já, heitan pott og læti bara. Þá verð ég sátt. Réttirnar nálgast óðfluga og þá verður stöööð í sveitinni. Afmælispartý á alla kanta, allavega tvo kanta. Við hjúin keyptum okkur eitt stykki Lazyboy sófa á dögunum og er hann með eindæmum góður... Ég er að hugsa um að fara bara ekkert að vinna aftur, bara liggja í þessum sófa forever eins og hrúga. Guðjón getur bara séð um peningahliðina á þessu heimili... he he. Glætan, ég held að ég verði bara svona 500 kílóum þyngri við það og ekki má ég nú við því!!! Jæja ég nenni nú bara ekkert að skrifa meira... ok bæ|

þriðjudagur, ágúst 17

SHREK 

JÁ ég lofaði víst þessari mynd hérna um árið.... gjöösssovell

En þar sem þessi tölva er gay bastard þá get ég ekki sett þessa fínu mynd inn.... kannski seinna

|

BEEEEELÍNGS 

JÆJA JÆJA Welly smelly.
þá er ég komin aftur til bloggheima eftir tölvubil númer þrjátíuþúsund og fimmhundruð. EEEEEEEEn um helgina var farið í kvennareið og tókst hún með eindæmum vel sú reið. Þetta var mjööög gaman alllt saman. Og auðvitað er hægt að halda party heima hjá mér þegar ég er EKKI HEIMA... mjög hentugt. En það er nú allt í lagi, það eru haldin allt of fá party hérna þannig að einhver verður að halda þessu við ef ég get það ekki sjálf. Mér er kalt á táslunum. Í gær átti ég afmæli og ég verð nú bara að segja það að ég er alls ekki sátt. Þið bloggheima fólk.. mér sárnar. Ég fékk enga gjöf frá ykkur. Mér finnnst að þið hefðuð öll átt að slá saman í eitt stykki lazyboy sófasett handa mér og tvo lazyboy stóla líka. Það kostar ekki nema svona 2 til 3 hundruð þúsund. EN hvað er það svosem á milli vena... En ég fékk nú tvær gjafir... þannig að ég kvarta ekki. En það var samt ekki lazyboy sófastell.... nei nei. Ég hélt upp á afmælið mitt með góðum kveldverði og pinball keppni við Guðjón í tölvunni. Og aaaaaaauuuuuuuuðvitað vann ég... en ekki hvað. Nema að hann hafi bara verið blíður við mig af því að ég átti afmæli. hmmmm. Jæja ég hef nú bara ekki meira að segja nema það að ég skora á herra Guðmund Helgason að blogga eilítið blogg svona til tilbreytingar. Hann hefur ekki bloggað síðan 3. júní 2001.. eða eitthvað. Og ég tek engum mótbárum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Mundi, hristu af þér slenið og vertu ekki plebbi og BLOGGAÐU.
ok bæ

|

þriðjudagur, ágúst 10

JÁ JÁ... SVOLÍTIÐ LANGT SÍÐAN SÍÐAST 

Jamm og já. Síðan síðast er ég búin að fara á Akureyri um verslunarmannahelgina og var þar eina nótt og það var bara fínt. EEen um síðustu helgi gerðist það.... Ég og Hafdís fórum á ættarmót á Snæfellsnes, og þar hittum við frekar mikið af ansi skrítnu fólki. Þetta var föðurættin mín og hún er nú ekki ýkja stór þannig að maður náði nú að kynnast þessu liði bara ansi vel. Ég mætti þarna á laugardaginn og auðvitað létu allir sig bara hverfa þegar ég kom.. já já, fer nú að taka þessu frekar persónulega sko. En svo komu nú allir aftur og þá var farið í leiki sem ég hef nú bara ekki prufað áður. Drumbakast, bumbuslagur, stígvélakast, hringjakast, kúlukast og keila. Þetta var mjöööög gaman allt saman og ég komst auðvitað í úrslit í kúlukasti.... en var því miður ekki nógu góð til að mitt lið ynni.... vorum í öðru sæti held ég.. af þrem!!!! En hinsvegar hitti ég Shrek í eigin persónu þarna á þessu ættarmóti, og á tímabili var ég konan hans, hún Fiona. Ég tók nú myndir af honum og þær eiga eftir að koma hérna á síðunni en það er nú bara eitthvað vesen á netinu núna og myndirnar hlaðast ekki inn. En ekki örvænta, þetta kemur allt saman einn góðan veðurdag. Alltaf styttist í jólin og ég verð spenntari og spenntari með hverjum deginum sem líður. Svo um næstu helgi er kvennareiðin mikla.. þá verður nú tekið á því sko. en jæja nenni ekki meir.. bless bless

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com