<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 30

TVEIR FYRIR EINN.... 

JÁ GÓÐAN DAG ALLE SAMMEN.
Já, semsagt þetta blogg hérna fyrir neðan er tveggja daga gamalt og var ég búin að skreeefa það og ætlaði að fara að setja það inn þá bara dó tölvan mín alveg óumbeðin. EN einhvernvegin hef ég náð að seiva þetta inn í tölvudruslutussuna áður en hún varð bráðkvödd. En mér til mikillar hamingju þá lifnaði þessi elska við.. uhmmm, kannski ekki gott að tala vel um hana, þá fer hún alltaf að vera með einhvern skæting. Eeeeeeeeen semsagt fáiði svona tvö blogg á verði eins... rosalega heppin. Og svo vil ég benda Steffí og Jenný á að það er til fyrirbæri sem heitir sími, msn, eða bara tölvupóstur....... og þetta er gjarnan notað svona til að koma skeeelaboðum áleiðis og svona. Algjör óþarfi að vera að ráðast á svona unga saklausa stúlkukind eins og mig endalaust. En talandi um ælu... ég þarf nú ekkert að hafa æluáhyggjur neitt framar... af því að minns er kominn í svo strangt átak að ég er bara hætt að drekka allt sem er óhollt, og því meeeður þá fellur bjórinn undir það að vera óhollur... helv... eins og hann er nú góður. En hvað um það, maður verður að fórna einhverju andsk.. hafi það. Og já það er alveg satt sem þið hafið heyrt elskurnar mínar.... ég og Hrönnsla ætlum að syngja í næstu keppni og þar verður sko tekið á því, ó já. En jæja, senn líður að aukakílóafitukeppaaftöku.... sem sagt ég þarf að fara að gera meg teeelbúna ferir leikfemina... ok bæ.
ps. ég er alveg viss um að frænkuhópþrýstingur fellur undir einelti!!!!! eða eitthvað.

Það er nú samt alltaf gott að geta hringt í Steffí frænku og spurt hana um eitthvað orðabókalegt dæmi... ok bæ


|

þriðjudagur, september 28

FRÆNKUHÓPÞRÝSTINGUR 

Jæja.. eins og svo oft þá gleymi ég að blogga og nú er komið að því eina ferðin enn. En það er nú gott að eiga svona frænkur sem drífa mann áfram.. eða eitthvað. Það eina sem kemst að í kollinum á mér þessa dagana hvað ég er ógeðslega dugleg. Þetta er ekki venjulegt. Í gær þá röltum við Sólrún með barnavagnana, alla leið út að Bergstöðum og til baka, og það er mikið fyrir mig sem er nú ekkert í allt of góðum formum... og þeir sem vita ekki hvar Bergstaðir eru þá eru það svona um það bil 5 eða 6 kílómetrar þegar maður er búin að fara báðar leiðir. Og svo í dag þá vorum við enn duglegri og örkuðum miklu lengra eða næstum alveg að Urriðaá. OG ÞAÐ ERU 10 KM.... ég held að ég eigi skilið að fá orðu. Og af því að maður var nú svona heitur eftir allt þetta ark þá tók ég til í öllu húsinu mínu á eftir. Frekar ofvirk í dag. En núna sit ég hins vegar hérna fyrir framan þessa fokkings tölvu sem er reyndar besta vinkona mín í dag af því að ég gerðist svo sniðug að kaupa nýja mús í bænum um helgina, og mér finnst tölvan bara vera miklu hraðvirkari fyrir vikið... magnað ekki satt. En ég á mér hins vegar svo lítið líf að ég er að hlusta á vasadiskóið mitt í leiðinni, á einhvern væminn ástarlagaþátt í útvarpinu.. ó my god!! Já einmitt, ég hefði átt að tala betur um þessa fokkings tölvu, um leið og ég sleppti stöfunum þá bara kom svona error report DRASL....... arrrrrggg.. og aftur. Mér er ekki skemmt. Og svo kemur einhver dálkur um DATA ALREADY IN USE... eins og einhver annar sé að nota mitt drasl á meðan ég er að nota það.... HVERT er heimurinn að fara. Þetta stefnir allt í volæði, en það er nú allt í lagi af því að maður á eftir að hafa það svooooooooo gott sem gamalmenni, eða svo segja fréttirnar mér. Jæja ég er farin að sofa og vorkenna sjálfri mér af því að ég fékk sár á vinstri litlu tána við allt arkið í dag. Hvað leggur maður ekki á sig til að kílóin fjúki eitthvað í burtu??????? Ok bæ

|

fimmtudagur, september 23

JÁ EINMITT 

HVAÐ ER ÞETTA... má maður ekki aðeins slaka á í blogginu og það er bara: jæææææja... hva, ertu í pásu eða og uuuuhhmmmmm. Er ég virkilega svona skemmtileg að þið bara fáið fráhvarfseinkenni ef ég skrifa ekki reglulega. Ha hmm ha hmmm. Já það er kannski eitthvað skemmtilegt búið að gerast. Síðasta helgi og Akureyrarferðin MIKLA fór aaaaalveg eins og hún átti að fara. Við fórum í party og svo heim að sofa. Mjög skemmtilegt. Og svo fórum við í Bónus daginn eftir og svo heim. JJJJAAAAHÚÚÚÚ. En sko þannig var nú málið með vöxtunum að ég var svooooo spennt fyrir þetta party að þegar það loksins skall á þá drakk ég alveg heila fjóra eða fimm bjóra og svo var mér bara nóg boðið. Ég þurfti að skila pastanu góða sem ég át með svo mikilli list á Greifanum. Það gerði ég á leiðinni heim frá stelpunum og upp á hótel, tvisvar. En mér til mikillar hamingju fann ég það daginn eftir og skóflaði því í mig í hvelli... af því að ég var svo svöööng. OJ nei ég gerði það ekki. En við fórum sem sagt að sofa klukkan hálf tvö og vöknuðum svona líka hress og kát rétt fyrir tólf og tjékkuðum okkur út af hótelinu nákvæmlega fimm mínútur yfir tólf. Mjög dugleg. Og svo er ég náttúrulega duglegust af örlum af því að ég er farin að sprikla og hjóla og labba og gera allskonar æfingar undir strangri gæslu ala Sólrún og Mikki. Ó já já. Áður en langt um líður verð ég sko mesta gellan hér um slóðir... eða eitthvað. Ég er meira að segja svo dugleg að ég fór í gær í þessa blessuðu affitun mína en samt var ég stútfull af kvefi, hálsbólgu og hausverk. Og geri aðrir betur. Svona er ég líka í dag en samt ætla ég að fara. OHHH ég er svoooo létt á mér, þið bara getið ekki ímyndað ykkur það. Svíf um á bleiku skýi. Allavega segja allir þetta sem nenna eitthvað að hreyfa sig, að manni líði miklu betur fyrir vikið. Ég get nú ekki betur séð að um leið og fyrsti tíminn var búinn fékk ég kvef og allann pakkan með.... puff, líður betur my assssss. En jæja þetta er nú orðið alllllt of langt hjá mér. Ykkur var bara nær að vera með svona frænkuhópþrýsting, en það greinilega borgar sig. Nema þegar við hinar frænkurnar erum að reyna að fá aðra til að flytja til íslands á gamlar slóðir og reyna að fá fólk á réttarböll og svona... nei nei það má ekki..... jæja bless

|

miðvikudagur, september 15

ÓBORGANLEGA FYNDIР

Góðann daginn gott fólk.
Mér var sendur linkur á eitt skemmtilegast blogg sem ég hef lesið. Fyrst átti ég í erfiðleikum með að komast inn á þetta en mér til MIKILLAR hamingju þá tókst mér það að lokum. Ég þekki þessa konu ekki neitt og hef ekki hugmynd um hver hún er en hún kann að segja frá... Ég mæli með því að þið kíkið í á þetta, ég lofa ykkur því að þig hlægið ykkur máttlaus. http://www.toothsmith.blogspot.com
Annars er nú ekkert að gerast í mínu lífi neitt þessa dagana. Bíð bara spennt eftir Akureyrarferðinni miklu um helgina, sem Bogga ætlar by the way EKKI að koma með í. Algjör pappakassi.... en bless

|

sunnudagur, september 12

BARBÍKJÚSÓSA 

Jæja jæja. Nú er komin meira en vika síðan ég bloggaði síðast og margt skrítið búið að gerast síðan. Réttir og réttarball áttu sér stað um síðustu helgi og fór ég á báða staði í fullu fjéri... Mér finnst ég endilega muna allt frá þessu réttarballi en það eru nú samt einhverjar glufur í mínu minni. Allavega þegar það er farið að tala um ýmsa hluti sem áttu sér stað og ég man ekki rass. Mér tókst að tæla hana Hrefnu beib á ballið með og var það með eindæmum skemmtilegt. Sem betur fer kom hún með af því að ég átti svo mikinn bjór og var orðin svo full að hún sá um að drekka á ballinu... ég tók á því í partýinu. Að öllu þessu loknu svaf ég svo alveg til tíu morguninn eftir. Fór á Akureyri á þriðjudaginn að heimsækja feitubollurnar sem búa það. Það var very very möts gaman og ég eyddi auðvitað allt of mikið af peningum eins og vanalega þegar ég kemst í nálægð við rúmfatalagerinn og byko og svona skemmtilegaheit. Þriðjudagsmáltíð var haldin hjá Unni beib og framreiddi hún þessa líka frábæru máltíð sem var undirlögð í barbíkjúsósu og sumir borða ekki barbíkjúsósu en tóku ekkert eftir því. Að vísu skiptir máli hvurslags barbíkjúsósa er notuð og á hvað. Réttir og allt standið í kringum það var svo haldið á Vatnsnesi um helgina og auðvitað fór maður á þann stað líka. Næsta helgi er svo ætluð Akureyri á ný og þá skal tekið á því í innflutningspartyi hjá feitubollunum og mér skilst að það sé öllum boðið. Nice. Ekki veit ég hvar þær ætla að koma öllu þessu fólki fyrir en það er seinna tíma vandamál. Það eiga nú ekki allir peninga til að vera bara á hóteli eða einhverju....
jæja bless bless

|

fimmtudagur, september 2

365...EÐA KANNSKI 366 

Jæja gott fólk.
Þetta er nú hálf ótrúlegt allt saman, en í dag er akkúrat eitt ár síðan Skúli dó. Og í dag ætla ég að fara upp á heiði og heimsækja staðinn sem allt þetta gerðist. En þar er búið að setja upp þennan líka flotta minnisvarða. En ekki meir um það.
Um helgina er svo réttarballið skemmtilega sem Jenny og Stefanía frænkur mínar verða heiðursgestir á og þurfa því að borga tvöfalt inn... he he he. Ég sé hérna þetta glæsilega pottasett í blaði hérna og er að hugsa um að kaupa mér eitt stykki svona 10 stykkja pottasett. Líst ykkur ekki bara vel á það.... það kostar bara 7500 kr. Það er sko 50% afsláttur, kostakjör!!!
En tíðindi!!! Það eru bara allir að flytja inn í bloggheima þessa dagana. Jenny nýflutt og búin að koma sér vel fyrir og þá kemur hennar systir askvaðandi rétt á eftir, ég vil bjóða hana Heiðrúnu frænku mína velkomna í hópinn. http://klara.sprayblog.no/ Mjög skemmtilegt lesefni það. En jæja jæja ég er farin upp á heiði. Ok bæ

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com