<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 20

FYNDINN VINNUDAGUR 

JÆJA GOTT FÓLK
Þessi vinnudagur var mjög fræðandi og skemmtilegur á ýmsan hátt. Byrjaði nú bara ósköp rólega með vel lyktandi úrbeiningu hjá mér Höddu og Sveinu beinu. Svo eftir hádegið tókum við okkur þrjár saman og gerðum skemmtilega könnun fyrir samvinnufélaga okkar.... Það var nú bara ein spurning en þrír valmöguleikar fyrir hendi. Hljómaði þessi skemmtilega spurning svona: Ertu stynjari, öskrari eða hljóðlaus??????? Mjög auðveld spurning en fólk hafði nú ekki mikinn tíma til að hugsa sig um og var fólk misfljótt að svara. Var þetta æsispennandi á köflum og stóðu skorin hnífjöfn um tíma. En niðurstaðan kom í ljós fljótlega meðal annars vegna þess að það vinnur nú ekki svo mikið af fólki þarna.

Stynjarinn vann með glæsibrag eða 7 stigum
Öskrari var næstur og voru stigin þar 5
Hljóðleysið rak svo lestina með 4 stigum

Eins og sjá má er þetta mjög misjafnt milli manna en ég vil taka það fram að það bættist einn utanaðkomandi í hópinn sem ekki vinnur þarna. Hann sagðist vera öskrari.
Eins og flestir vita sem þekkja mig eitthvað þá er ég nú ekki mjög góð í reikningi en ég náði nú samt að reikna það að 16 manns tóku þátt í þessum herlegheitum og það svöruðu allir. En prósentur kann ég ekki að reikna út en þessar niðurstöður hljóta nú að vera nóg fyrir ykkur.

Við stöllur erum búnar að ákveða að hafa eina svona skemmtlega könnun á dag fram að jólum, sem sagt þrjár í viðbót. Uppástungur um spurninar eru mjöööööög vel þegnar.

Takk fyrir og bless

|

þriðjudagur, desember 14

ÞETTA SÍMANÚMER ER LOKAР

ÉG hef einni spöörningu fram að varpa í dag. Hversu lengi þarf maður að borga EKKI símareikninginn sinn til að það verði lokað á símtöl Í hann???????? Já einmitt. Það er nú kannski bara ein manneskja sem getur svarað þessu í augnablekinu og það er hún Hrönnsa vinkona mín. Ég reyndi nú bara að hringja í kellu áðan og þá kom þessi leiðinlega kellingarhækja sem segir: þetta símanúmer er lokað!!! Og til hvaða bragðs á maður þá að taka??? Ég sem ætlaði að bjóða henni í heimsókn í mitt heimsfræga rækjusalat ala Brenja. En nei nei.. það er bara HENNAR MISSIR......... eins og einhver ónefndur myndi segja!!! En jæja nú er ég búin að fá heimilisföngin hjá flestum nema Sverri og Sigrúnu.... Stefanía veistu það kannski líka. Og svo vantar mig heimilisfangið hjá Tomma og Guðrúnu líka. REDDAÐU ÞVÍ.. ha hmmm ha hmmmm. ok bæ


|

mánudagur, desember 13

HEIMILISFANGAVESENRÉTTFYRIRJÓLIN!!!!!!! 

Jæja gott fólk. Undur og stórmerki hafa gerst. Það er komin ný tölva oooooooog nýr prentari inn á þetta lovely heimili mitt. Þannig að ég er loksins búin að prenta út myndirnar í jólakortin en ég var alvarlega farin að halda að það yrðu engar myndir í jólakortunum ykkar... Allavega þrír prentarar hér á svæðinu sem eru með ofnæmi fyrir tveimur myndum af Hafdísi Maríu. Og þeir eru allir hp prentarar. Og ég sem hef alltaf haft svo mikla trú á hp prenturum og hp vörum... en ekki lengur, Epson rúlar. En annað vandamál sem er að hrjá mig unga stúlkuna. Ég veit ekki heimilisfangið hjá allt of mörgum sem ég ætla að senda jólakort. Fólk á ekki að flytja bara sisvona, það er allt of mikil vinna fyrir mig að skrá þetta niður eða að reyna að muna þetta.

SKO... Mér finnst ekkert fyndið að Mummi frændi hafi pissað á hausinn á mér þegar ég var lítil saklaus ung stúlka í baði með honum og systur minni. Ég var 5 ára og þau 7 ára. En þessi saga sem telst undir bestu hrekkjasögurnar er semsagt að finna á blogginu hennar Jennyjar frænku minnar. Og samkvæmt því bloggi er HÚN AÐ FARA AÐ FLYTJA LÍKA. Og hvert á ég að senda jólakortið hennar??????? Díses fokk maður, ég má ekki við þessu svona rétt fyrir jólin þegar stressið er alveg hreint í hámarki hjá mér. Jenny, verðuru í Borgó um jólin eða á ég að senda jólakortið á Suðurnesin??? Já einmitt... Jenny Johansen, Suðurnesjum, Íslandi.......... nei kannski ekki alveg. Kræst... hvert stefnir þetta eiginlega. Og svo veit ég ekki einu sinni heimilisfangið hjá honum föður mínum í Svíþjóð þannig að ég spurði auðvitað Hrönnslu pönnslu þar sem hún er nú einu sinni viðhaldið hans. En hún sagði bara að þetta væri svo mikil fjarlægð á milli þeirra að hún ákvað bara að slíta þessu... he he he. En samt ekkert fyndið, ég fékk ekki svar við spööörningunni minni. Jæja þetta er orðið eitt stórt burl og stefnir í vandræði. Bless

|

föstudagur, desember 10

HALLÓ HALLÓ HALLÓ 

Já gott fólk, ég er á lífi....
Í augnablekinu er ég stödd á akureyri heima hjá Feitubollunum þremur. Komum hingað við stöllur í gær ég og Hrönn. Hrönnsla fór í próf í morgun og stefnir á enn eina níuna held ég. Ég fann óléttuprufuleiðbeiningar hérna á borðinu og engin heimilismanneskjan hér vill veðurkenna það fyrir mér. Minns er búinn að kveikja á fullt af jólaljósum og allir glaðir!!!! Gaman gaman. En ég nenni ekki að skrifa neitt... mér finnst það leiðinlegt. Ok bæ

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com