<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 30

4 KÍLÓ Á 4 DÖGUM 

Já, toppiði það.
En þannig er nú mál með vexti að ég hef verið veik síðan á miðvikudagskveld og er enn nokkuð slöpp. Þessi herlegheit byrjuðu á því að ég var að vinna í skólanum við afleysingar á miðvikudaginn. Og þá vil ég taka það fram að ég var að leysa skólaliða af, þar sem ég er hvorki nógu hæf né gáfuð til að leysa kennara hvað þá nemendur af. En það voru sem sagt svona 50% örugglega af skólanum heima í rúmi og ég sagði meira að segja við Ingu á Staðarbakka að ég væri nú ekkert farin að finna fyrir neinum vísbendingum að ég væri að verða veik. Og fyrir Halldóru elskuna var ég búin að lofa að vinna á morgun líka langan vinnudag. Svo biður móðir mín elskulega mig um að fara í apotekið fyrir sig og þá gerðist það..... þegar ég stend þar inni þá hellist yfir mig svona veik tilfinning... slappleiki og beinverkir og VIÐBJÓÐUR. Jæja allt í lagi ég ætlaði að sjá til. Við mamma horfum á handboltaleikinn og ég eldaði þetta líka sérdeilis prýðilega pasta handa þremur kynslóðum sem allir átu með góðri lyst. En allt kveldið fannst mér ég vera með eitthvað í hálsinum sem pirraði mig mikið. Hár eða eitthvað. Svo komst ég nú að því morguninn eftir að þetta var ekkert hár, heldur minn elskulegi vinstri hálskirtill að vaxa á sínum ógnarhraða og kominn hálfa leið upp í kjaftinn á mér. Mín sem sagt lögst í rúmið með geðveika hálsbólgu og 39 stiga hita. Engin vinna þann daginn. Og enginn matur þann daginn. Á föstudaginn fó ég svo til læknis og hann sagði mér svosem ekkert sem ég vissi ekki. En ég er sem sagt með streftokokka í stórum stíl, eins og hann orðaði það. Svo um kveldið mætir maðurinn heim úr sveitinni til að bjarga mér frá rotnun sem ég var ansi nálægt. Sveitt og ógeðsleg, andfúl og óviðræðuhæf. Ég er eins og úldin útigangshæna. En allavega er ég sem sagt ekki búin að borða mikið síðustu dagana, var eitthvað að reyna að troða ofaní mig allskonar drasli í gær en gafst alltaf upp. Ég hef ekki einu sinni getað drukkið kók.. og þá er nú eitthvað mikið að mér sko. En vatn hef ég mikið drukkið. En allavega 4 kíló á 4 dögum.... kannski ekkert voðalega gáfó en fjórum kílóum léttari fyrir vikið, en ég mæli ekki með þessari skyndimegrun, hún er ekki skemmtileg. Ok bæ

|

þriðjudagur, janúar 25

HJÁLP MAMMA 

Jæja.. þessi saga byrjar á því að ég hringi í Sólrúnu nokkra ættaða frá Staðarbakka í Miðfirði. Og eins og flestir kannski vita þá erum við saman í ræktinni. Henni fannst líka svona tilvalið að ég kæmi að sækja hana og guttann svo að hún gæti fengið far á Tangann af því að mamma hennar var á bílnum þeirra. En þessi saga á sér stað á miðvikudag í síðustu viku. Já já, ég legg af stað út í skóla í illviðrinu sem úti var. Kemst ósködduð heim til hennar, með virkilega ónýtar rúðuþurrkur og þurfti að keyra í gegnum ansi mikinn snjó og læti á eðalvagninum mínum. Þarna stóð Sólan og beið eftir mér voða spennt. Hún festi barnið í bílinn, kom svo inn sjálf og við tilbúnar að leggja í hann. En nei nei.. þá var bara búið að snjóa í förin síðan ég kom... á ÖLLUM þessum tíma. Og svo var náttúrulega alveg svakalegur skafrenninugur og ég sá ekki rassgat.. með ónýtar rúðuþurrkur. Ég keyrði inn í skafl og við sátum fastar... Og hvað gerir Breeenja... ójú auðvitað, hringi í Mömmu.... hún reddar alltaf öllu. En auðvitað gat hún ekkert gert í þessum málum þar sem hún var komin heim úr vinnunni og allir aðrir starfsmenn skólans líka. Þannig að við vorum þarna AAAALEINAR í heiminum fastar í skafli. Sólrún skondrast heim til sín í fárviðrinu og Hafdís var orðin alveg BRJÁLUÐ í aftursætinu. Kemur Sólrún aftur með skóflu... daddara, og bara mokar okkur upp úr skaflinum með stæl. Já við vorum semsagt orðnar lausar núna. Ég bakkaði og keyrði á annan skafl.. en sem betur fer festi ég nú ekki bílinn í þetta skiptið. Svo var brunað yfir gras, tré og heilan fótbotlavöll til að komast frá skólanum. Við keyrðum áfram í vondu veðri með ónýtar rúðuþurrkur og sáum ekki rass. Þegar var komið út á norðurbraut þá ákvað ég í skyndi að ég myndi snúa við og sleppe þessari leikfimi í dag. Við vorum hvort sem er orðnar allt of seinar. Hafdís grenjaði allann tímann og við vorum að grínast með það að það væri örugglega einhver auka í bílnum með Sólrúnu og Hilmi.... staðarbakkadraugurinn.. múha ha ha ha.. og viti menn, þegar þau fóru úr bílnum hætti Hafdís að grenja og grenjaði bara ekki meira þann daginn. Sögulok.

En svona fyrir þá sem vilja vita þá er ég búin að kaupa mér nýjar rúðuþurrkur sem kostuðu 1610 kr STYKKIÐ. Og ef þær virka ekki eins og ég vil að þær virki......... þá kaupi ég mér aldrei aftur nýjar rúðuþurrkur.

Veriði sæl.

|

miðvikudagur, janúar 19

EINVERAN GÓÐA...... 

EÐA ÞANNIG.. Já, þannig er semsagt mál með vexti að við Hafdís erum einar heima þessa dagana og mér leiðist. Einvera á semsagt ekki mjög vel við mig. Helgin byrjaði skemmtilega hjá okkur Gveðjóni, byrjuðum á því að keyra útaf hérna inni í Miðfirði, en það var allsvakalega hált þar á föstudaginn. Laugardagskveldið fór í tónleika í Félagsheimilinu á Hvt og var það alveg hreint sérdeilis prýðilega gaman. Allir voða glaðir og öllum tókst vel upp með sín atriði. Svo var skondrast á barinn og svo í party. Já, þetta var semsagt helgin! Gaman gaman. Ég hef eina sögu handa ykkur en þori ekki að birta hana hérna þannig að þið verðið bara að vera forvó... en ég get sagt ykkur að ég hringdi í mömmu... eins og í öllum sögum. Þorrablótið nálgast óðfluga og það verður held ég mjög gaman. Ég náttúrulega komst ekki í fyrra sökum veðurs og bið eftir barni þannig að það er eins gott að þetta verði skemmtilegt í ár. Jæja ég nenni ekki lengur. Bæ

|

fimmtudagur, janúar 13

Þannig er nú mál með vexti að ég hef ekkert að skrifa um. Ekki nema að helgin nálgast óðfluga og þá kemur Hjördís heim... Hins vegar er ekki hægt að segja það sama um feitubolludruslurnar þarna á Akureyri. Að vísu er Sigrún komin heim en hinar tvær frussurnar ekki, og ætla bara ekkert að koma fyrr en á þorrablót eða eitthvað. En þær verða nú að fara að taka til hjá sér og hafa allt fínt vegna þess að ég og Sveinbjörg erum að plana alveg svakalega svaðilför þarna norður. Og þá þurfa þær störlur að vera telbúnar, því þá verður tekið á því. En það gerist reyndar ekki fyrr en eftir svona eina viku... eða ekki fyrr en í febrúar, helgina eftir þorrablótin góðu! En já, svo við víkjum nú aftur að Hjöddu beib. Hún er semsagt búin að vera að þrífa í allan dag (talaði við hana í hádeginu) og síðustu kvöldum hafa þær vinkonur eytt í að prjóna og sauma og eitthvað annað eins skemmtilegt!! En maður getur nú væntanlega lesið um þetta allt saman á blogginu hennar Hjördísar.
Jæja ég nenni þessu ekki, mér er illt í höndunum eftir folaldalundaúrtakið mitt í gær og það er ekkert þægilegt að nota þetta fokkings lyklaborð... ok bæ

|

laugardagur, janúar 8

DÝRÐLEG POTTAFERР

Þessi saga á sér upphaf í vinnunni minni. Þannig er nebblega mál með vöxtum að fröken Hjödda er hætt hjá Norðan heiða og er á leiðinni í höfuðborgina í Hússtjórnunarskólann. Og þess vegna ætluðum við þrjár, ég , Hjödda og Sveinbjörg að koma saman og fá okkur pizzu og fara svo í pottinn og fá okkur kannski nokkra öllara í tilefni dagsins. Já já, ég fór og sótti þessar skvísur og pizzurnar, borðuðum við pizzurnar með góðri lyst og fórum svo að horfa á glataða Idol þáttinn sem var í gær. Svo var komið að því að fara í pottinn. Það ferli byrjaði á því að ég reyndi að hringja í Egil og Guðbjörgu til að fá leyfi. Þau voru ekki heima þannig að ég tók þá ákvörðun að við myndum fara í pottinn og svo borga seinna. Ég fór að leita að lyklinum af pottinum en mundi þá að ég hafði látið Hrönnsu hafa hann um daginn og hún hefur ekki skilað honum aftur. Hringdi í mömmu ,(skondið hvað ég hringi alltaf í mömmu í öllum sögum) en hún var ekki með lykil. Og þá var bara einn möguleiki eftir.. Kiddý. Hjördís hringdi í hana og já já, frú Kiddý var með lykil og vildi lána okkur hann með glöðu geði. Við skondruðumst í pottapottinn og þegar við komum þangað var allt á kafi í snjó og okkur hlakkaði ekki til að fara að stripplast þarna í snjónum til að fara í pottinn. Ég ath hitastigið á pottinum ooooooogggg...... hann var kaldur. Allavega ekki nógu heitur til að fara í hann. Þannig fór það. Við skeluðum lyklinum til frú Kiddýjar og skondruðumst heim á leið. Hjördís fór í sturtu hérna og svo ætluðum við kannski að skreppa á barinn eða eitthvað. En þessi ósköp enduðu sem sagt með því að Hjördís sofnaði á sófanum og ég og Sveinbjörg duttum inn í sjónvarpið. Þegar þessi skemmtilegheit voru búin keyrði Guðjón þær stöllur heim. End of story...... sem sagt DÝRÐLEG POTTAFERÐ


|

fimmtudagur, janúar 6

ENGA DURGA INN Á MITT HEIMILI 

Jæja gott fólk. Ég get nú ekki sagt að mér finnist þetta neitt sérstaklega skemmtilegt ár... eða það sem búið er af því. Þessi fokkings snjór er farinn að fara frekar mikið í mínar fínustu taugar sko. En árið byrjaði nú skemmtilega þrátt fyrir allann snjóinn og lætin. Á gamlárskveld var hitað upp eilítið hérna fyrir ballið mikla á Hvammstanga. Fullt af frænkum og allir sem skipta einhverju máli voru hér í partýi. Flugeldum var skotið upp af glæsibrag og við sáum ljósin og dýrðina í svona 3 sekúndur en þá var þetta allt horfið með vindinum yfir húsið og ekki sáum við í gegnum þakið og allt það. Haldið var á ball og Helga Skutla keyrði minn eðalvagn og eðalfólkið á áfangastað, eða allavega hluta af því. Ballið var voða skemmtilegt þó að ég muni ekki helminginn af því sem fólk er að tala um við mig af þessu balli. Ég tók það skýrt og greinilega fram við frænkur mínar tvær sem komu hingað til okkar um áramótin að það væri bannað að taka einhverja durga með sér heim af ballinu og rilla þeim í mínum húsum. En nei nei.... ekki var það virt og tók ein ónefnd frænka mín með sér einn heim.... og aumingja Iris þurfti að sofa í sófanum. Ussss ussss.

En meira um snjóinn. Þessi dagur byrjaði á því að ég vaknaði mjög snemma og ætlaði aldrei þessu vant að mæta nú einu sinni fyrr í vinnuna en vant er. Ég skondraðist út og setti bílinn í gang bara um níu leytið, en ég fer sko að vinna klukkan tíu. Fór svo inn, fékk mér séríós og las eitthvað leiðinlegt auglýsingarblað sem kom hingað heim í póstinum í gær. Klæddi mig svo í skóna, jakkann, húfuna og vellana góðu og hlunkaðist svo út í bíl og var tilbúin að aka af stað. En af því að ég bakka nú aldrei bílnum mínum inn í stæðið þá þurfti ég að sjálfsögðu að bakka út fyrst. Og gerði ég það. En þá var ég líka stopp, og ég var ekki komin alveg út á götuna skal ég ykkur segja börnin góð. Flosi hafði sem sagt stungið einu sinni í gegnum götuna hérna svona til að fólk kæmist nú til vinnu en hann fór bara einfaldlega ekki nógu nálægt innkeyrslunni minni til að ég gæti nýtt mér það. Ég semsagt var föst. Og þar sem ég hef aaaaaaaaldrei fest mig áður...... allavega ekki ein á ferð, þá vissi ég ekkert hvernig í fokkanum ég ætti að moka mig lausa. Ég moka og moka en ekkert gerist. Ég hringi í mömmu með tárin í augunum og skammast í henni. En svo skondraðist ég nú aftur út þegar ég var búin að róast allverulega og tók skófluna í hönd og mokaði í rólegheitunum frá öllum hjólum og undan bílnum og auðvitað flaug ég af stað þegar ég var búin að þessu. En ég er samt mjög stolt af sjálfri mér að hafa getað þetta án hjálpar frá karlmanni........ Haaaaaaa... Hrönn heyriru það..... En ég var ekkert fyrr á ferðinni í vinnuna og var komin á slaginu tíu eins og vanalega.

jæja... komið nóg af þessu í beli. Bless

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com