<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 28

Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA 

Já gott fólk, ég get nú alveg sagt ykkur með góðri samvisku að ég sakna framhaldsskólalífsins. Það var það góða haust 1996 að Breenjan fór í framhaldsskólann á Sauðárkróki með það eitt í huga að læra.. auðvitað. En eins og allir vita þá nennti Brenjan ekki að læra frekar en margir aðrir...( og þá er Seeegrún ekki þar með talin) og Brenjan hætti í skóla áramótin 97-98. Þetta var ljúft eitt og hálft ár þarna fyrir norðan. ójájá. Fyrra haustið var sérstaklega ljúft, þegar ég kynntist Hrönnslu, Segrúnu og Unni. Það var margt mallað og brallað þá. Ég og ein ónefnd Unnur beib stunduðum það að skrifa bréf til hvorrar annarrar í tímum.... þ.e.a.s þegar við vorum ekki saman í tímum og svo létum við hvora aðra hafa bréfin ef við hittumst í pásum. Þau voru einlæg og ástríðufull þessi bréf... eða eitthvað. En allavega þá "söng" Unnur fyrir mig í einu bréfinu og breytti örlítið textanum.. hljómar það svo:

Varta, nostalvarta,
geng ég þér á hönd, VARTA
Okei, ég játa það að tunglið er varta, varta, varta, VAAAAAARRRRTA,
fækkaðu HÖNSKUM og sýndu okkur VÖRTU.. VVÖÖÖÖÖRTUUUU

Eruð þið örugglega ekki búin að fatta hvaða lag þetta er????
En allavega þá var Unnur með einhverja vörtu á hendinni, sem ég veit ekki hvort er enn til staðar, og hún var alltaf að ota þessu að okkur voða skerí... úúú ég er með vööörtu... mjög fyndið.
jájá, ég veit að ykkur finnst þetta nú ekkert eins fyndið og mér en SO FUCKING WHAT... bless

|

miðvikudagur, febrúar 23

MEIRI VEÐURBLÍÐAN ÞESSA DAGANA 

JÁ, það er óhætt að segja það að veðrið sé gott þessa dagana. Á mánudaginn var svaka gott veður og við Hafdís vorum bara úti meiri hlutann af deginum og í gær líka. Svo um leið og ég kom heim úr vinnunni í dag.... þá fattaði ég að ég ætti engann klósettpappír og það er nú frekar erfitt að lifa án klósettpappírs, þannig að við mæðgur gengum út í þá merku búð Bakka og keyptum klósettpappír með stæl. Og þetta endaði í einum og hálfum klukkutíma skondri utandyra. Og svo á bara að vera svona veður út alla vekuna. EEEEEn hins vegar er ég ekki eins ánægð með sambloggendur mína og veðrið. HVAÐ ER FÓLK AÐ LETIHRÚGAST... bloggiði fólk. Rífið ykkur upp á reeeesssshárunum og bloggiði eilítil blogg. Ég held bara að það sé hörð samkeppni þessa dagana um hver bloggaði SÍÐAST... og það veit ekki á gott.Ég, Sveina og Hjöddan höfum ákveðið að pottapottast á föstudagskveldið þannig að ég talaði við Egil og sagði honum að potturinn yrði að vera í góðum gír á föstudaginn vegna þess að þrjú fögur fljóð ætluðu að fara í pottinn þá. Þá spurði hann hvort það væri þá í hans verkahring að setja þessi fögru fljóð ofaní pottinn áður en við kæmum. Þetta fannst mér nú bara ekkert fyndið þar sem hann var væntanlega að meina það að við þrjár værum ekki fögur fljóð. En svo dró hann þetta allt saman til baka til þess að mega vera vinur minn áfram. Já, semsagt mjög merkilegt allt saman. Okbæ

|

mánudagur, febrúar 21

MÆTT AFTUR Á BLOGGER 

Jæja... þá er ég komin aftur hingað þar sem hitt fokkings draslið var ekki alveg að dansa. EEEEEEEEN... einveran góða.. eins og áður var sagt hér á þessari síðu... er ekki að dansa heldur. En herra Gveeeeðjón er sumsé farinn að vinna í Borgarnesi.. af öllum stöðum, en hann verður þar næstu þrjár vekurnar, með þriggja daga fríi í hverri viku reyndar, þannig að ég rotna nú ekki alveg í hel hérna fyrir vikið. En svona ykkur að segja þá er bara ekkert að dansa þessa dagana. Barnapían mín er veik þannig að ég kemst ekki til vinnu... en það er nú allt í lagi í svona góðu veðri, þá getur maður skondrast úti við hele dagen eins og villt útigangshæna á örvandi lyfjum. Og það sem er engann vegin að dansa er þetta FOKKINGS Internet hérna á þessu heimili. Bara núna á meðan ég er að blogga og reyna að troða myndum inn á barnalandið þá er ég búin að þurfa að tengjast þessari andskotans tækni sem á að vera alveg hún bara ég bara hún bara ég bara hún bara ég bara VÁÁÁÁÁÁ...... svona fjórum sinnum. Skilduð þið þetta ekki alveg?? En til stendur að fá sér ISDN á næstu dögum og þá hlýtur hamingjan að blasa við og allir verða glaðir og geta litið dagsins ljós á ný.
Þeir sem ekki vita og annars vegar þeir sem ekki hafa lesið hitt fokkings bloggdruslukrappsíðuna mína þá átti hún dóttir mín afmæli á föstudaginn og fyllti hún 1 ár. Gaman gaman.....
Og öllum til mikillar hamingju þá er ég alkomin hingað aftur eftir mikið streð þarna hinumegin á blogghnettinum, sem er bæ ðe vei ekki að dansa. Ef þið eruð ekki búin að ná því þá var hitt bloggið mitt ekki að dansa. Og já já, ég veit að þið eruð búin að vera að reyna að segja mér hvað blog.central var glatað en ég var bara í afneitun og ætlaði mér að láta þetta virka. En úldnar og villtar útigangshænur fá greinilega ekki allt sem þær vilja og ég verð bara að sætta mig við það.
Jæja ég ætti kannski að hætta að úða í mig súkkulaði og fara að gera eitthvað viturlegt...
Veriði sæl

|

sunnudagur, febrúar 6

NÝTT BLOGG 

Ég er semsagt búin að bjúa mér til annað blogg annarstaðar í þessum bloggheimi og er hér með hætt hérna!!! NÝJA BLOGGIÐ
Ég ákvað að hætta hérna fyrst áður en ég fer að skrifa hinumegin af því að ég get nú ekki farið að halda framhjá þessu bloggi með einhverju öðru bloggi.... það er náttúrulega ekki hægt.
Svo verða allir að vera duglegir að setja nýjan link á mig.... eða öllu heldur breyta hjá sér, af því að hér verður ekki skrifað neitt aftur.
JÆja hafið það gott. Bless|

þriðjudagur, febrúar 1

ALLIR ÚT AÐ HJÓLA!!!!!!!!!!!!!!!!! 

Nú ætla ég að deila með ykkur gammalli og mjög einkennilegri lífsreynslu. Þetta var sumarið 96 þegar ég fyllti 16 árin góðu. Böllin voru studuð af miklum krafti og eitt sumarkveld mætti ónefndur Gunnar Ægir nokkur Björnsson ættaður frá Reykjum í Miðfirði á fína fína Bjúikknum sínum á hlaðið til að dobbla mig með á ball með vinum sínum. Ég man nú ekki alveg hverjir það voru en Einar Páll frá Bjargshóli var einn af þeim. Ég var engan veginn tilbúin að fara á ball en átti samt að koma með. Ég í íþróttabuxum einhverjum og hettupeysu með fléttur í hárinu. Mér var plantað í bílinn ásamt öllum strákunum og auðvitað leið ekki á löngu áður en þeir voru farnir að hella í mig víninu alveg hægri vinstri. Ég var nú ekki mjög vön svona stífri drykkju og svo var Gunni nú ekkert að hafa kaldan blástur frá miðstöðinni. Við mættum í Miðgarð í Skagafirði og ég orðin bliiiiiindfull auðvitað. Ég var spurð um skilríki... ætli fatnaðurinn hafi átt þátt í því.. allavega ég fór inn og var þar með DAUÐ. Mér var hent í einhvern stigagang og strákarnir fóru og skemmtu sér. Svo var auðvitað bara keyrt heim í góðum gír og allir skemmtu sér vel. Eða misvel kannski frekar. Ég fer inn heima á Árbakkanum og fer að sofa. Svo vakna ég klukkan átta um morguninn alveg í sjokki... ég var orðin allt of sein í vinnuna í Gróðurhúsinu hjá Ólu beib. Ég þýt fram og út beint á hjólið og hjóla af stað í vinnuna. Það er mikill vindur og grenjandi rigning. Ég var alveg að verða komin út að afleggjaranum niður að gróðurhúsunum þegar............. eruði ekki spennt???????..........þegar ég VAKNA!!!!!! Já gott fólk, þarna vaknaði ég, og hvað var ég að gera úti í þessu veðri, á náttkjólnum, stígvélum og í einhverjum vindjakka.... OG Á HJÓLI. Jæja ég snéri við og skondraðist heim á leið. Á leiðinni var ég að hugsa hvern fjandann ég væri að pæla. En svo rann þetta upp fyrir mér, mig hafði verið að dreyma að ég væri að vinna í gróðurhúsunum hjá Ólu, sem ég var ekki, og var orðin allt of sein í vinnuna, best að drífa sig. Þegar ég kem heim er GEIRI frændi minn í eldhúsinu að gera sig klárann í veiðiskapinn og hann horfði á mig með skelfingu í augum, vissi auðvitað ekki hvað var í gangi og hélt að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir mig. Klukkan hálf 7 að morgni sunnudags og ég rennandi blaut á náttkjól og í stígvélum. Ég labbaði framhjá honum inn í herbergi og fór að sofa. Hann fattaði fljótlega hvað hefði verið í gangi en ákvað samt að bíða í nokkur ÁR með að tala um þetta við mig og ég var eiginlega búin að steingleyma þessu öllu saman og hafði ekki sagt nokkrum manni frá þessum atburði. Hann hló og hló og hló og hló og hlær enn.

En já, það er semsagt hægt að hjóla í svefni alveg eins og að ganga í svefni gott fólk. OG ÞETTA ER BARA Á MILLI OKKAR.... ÞETTA FER EKKI LENGRA!!! he he he he

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com