<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 28

ÞOLINMÆÐIN Á ENDA 

Bloggið sem ég skrifaði hérna á undan átti sko ekki að vera svona. En ég var búin að skrifa eitthvað og ætlaði að hafa nokkra stafi stærri en hina en þá urðu bara ALLIR stafirnir HUGE.. og það var bara engin leið að breyta því þannig að ég skrifaði kjaftæði þess vegna. En ég var semsagt búin að skrifa það að það væri bara einn fokkings dagur eftir í vinnunni minni og svo væri ég hætt. Er að gerast skólaliði í mánuð og verð svo leikskóla.... leiðbeinandi.. eða eitthvað. Annars er Mile High að byrja akkúrat í þessu... ok bæ

|

ALVEG AÐ VERÐA BÚIР

Kjaftæði




|

þriðjudagur, apríl 26

LABBANDI HAFDÍSIN 

Síðasta blogg mitt var krassandi og voru viðbrögðin eftir því. En ég þakka bara fyrir að fá að heyra skoðanir annara á svona málum. En svo ég komi nú aðeins inn í það efni þá spurði ein ónefnd Stefanía frænka mín hvað Húnaþing Vestra laðaði að! Og mitt svar við þessu er nú bara það að ef ég væri ókunn Húnaþingi vestra og hefði kost á því að flytja hingað þá myndi ég eflaust EKKI gera það. En þar sem ég er búin að búa hér ALLT mitt líf þá er það aðeins öðruvísi. Eða allavega í mínum augum, hér þekki ég alla, á enga óvini hérna, og mér líkar vel við fólkið og staðinn.... Þess vegna vill ég vera hér... Ok nóg um það.

En aðalfréttaefnið á mínu heimili í dag er það að Hafdís María labbaði alveg helling áðan. Ég og mamma sátum hérna við tölvuna og vorum að horfa á hana inni í eldhúsi. Hún stóð við bekkinn og allt í einu sleppti hún sér bara og labbaði til okkar... datt aðeins við þröskuldinn en þá fór hún bara til baka og byrjaði upp á nýtt!!!! Þannig að hún tók semsagt sín fyrstu skref í dag.... En hún hefur hins vegar ekki gert þetta aftur í dag.

En já.. ég held að ég hafi nú ekki meira að segja. Þið eruð eflaust búin að lesa hjá Kötu systur um dekurdaginn okkar á föstudaginn þannig að ég nenni ekkert að fara að skreeeefa þetta alllt aftur.

ok bæ

|

þriðjudagur, apríl 19

AÐ FARA Í SKÓLA TIL AÐ VERÐA EITTHVAÐ ÁNÆGÐARI.. 

Ég fékk smá innblástur af því að lesa bloggið hennar Jennyjar frænku. Hún er þar að tala um að henni leiðist vinnan, og alveg skil ég það, það koma alltaf svona móment í vinnunni manns. En alltaf þegar fólk er að tala um það að því leiðist einhver vinna þá kemur ALLTAF það ráð að fara í skóla og mennta sig til að geta gert eitthvað annað og fá betri laun. Mér finnst þetta bara ekkert rétt, jú auðvitað eru margir sem læra akkúrat það sem þeir vilja og eru ánægðir í sínum störfum það sem eftir er. En það er hins vegar til fullt af fólki sem er búið að læra ALLT og getur varla lært meira og það er bara ekkert ánægðara fyrir vikið og sér alltaf grasið hinum megin við lækinn.... þar sem það er grænna. Hvernig færi það nú ef ALLIR myndu fara í skóla og klára það nám sem það byrjar á og fá hina og þessa titla í störfum og fá fullt af peningum, hver ætti þá að vinna skítverkin???????????? Hver myndi vinna fiskinn fyrir það fólk, og kjötið, og allt sem er notað á hverjum degi hvort sem það er matarkyns eða eitthvað annað. Ekki sé ég fyrir mér lögfræðing sem ég fullt af peningum með lambaskrokk uppi á eldhúsborði á leið að úrbeina það, hakka og vinna úr því!!! Og stórlaxar sem eru alltaf á einhverjum ráðstefnum úti í löndum og halda til á hótelum og borga stórar fúlgur fyrir, (eða láta fyrirtækin gera það fyrir sig, þeir sem eiga mest fá mest...) ekki sé ég þá taka klósettburstann og hreinsa klósettið á hótelherberginu, skipta á rúminu, þrífa glugga og skúra gólfið þegar þeir eru búnir að nota herbergið. Og svo fengju þeir auðvitað ekkert að borða á veitingastaðnum vegna þess að það er enginn til að vinna matinn svo að sprenglærði kokkurinn geti matreitt hann.

En þetta er auðvitað bara pæling hjá mér sko.... og þá á ég auðvitað við með þessu að þeir sem vinna SKÍTVERKIN fyrir merkilega fólkið sem hefur gengið í skóla allt sitt líf... á líka að fá góð laun... af því að ef skítverkin væru ekki unnin.... værum við ekki til!!!!!!!!!!!

|

mánudagur, apríl 18

VESEN VESEN VESEN 

Ég er búin að komast að því að þetta blogg og hitt bloggið mitt eru með vesen til skiptis... ég er semsagt HÆTT að nota hitt bloggið... þetta er mér kærara.. ég er að hugsa um að taka það bara alveg út þannig að það verður ekki virkt lengur.... En það er auðveldara að setja myndir inn á hitt bloggið en ég ætla að prufa það hérna líka... og ætla að setja inn myndir fyrir Katrínu systur af því að hennar blogg er með stæla núna.. Þetta er semsagt hún Kleópatra, hvolpurinn þeirra Katrínar og Unu...


Dúlla dúlla dúlla...

En í dag er ég heima með Hafdísi vegna veikinda hennar... kvef og hiti.
Jæja bless.

|

þriðjudagur, apríl 5

DÝRARIKIÐ ER STÚTFULLT AF AUMINGJUM MEÐ BRYNJU... 

Svo segir Lifandi Vísindi.....

Á maður að taka þetta eitthvað persónulega?? Það er spurning. En whatever, ég held að þetta sé fyrsta skipti á minni tölvuævi að það er ENGINN tengdur á MSN akkúrat núna. Það er kannski af því að klukkan er nú ekki orðin níu einu sinni og fólk kannski ekki alveg komið í MSN gírinn ennþá. Samt er ég nú svolítið hissa að Ægir sé ekki online... hann er alltaf online... og Hrafnhildur, hvað varð um hana?? En annars sit ég hérna og hlusta á eitthvað top 40 tónlist frá Beeeendaríkjunum held ég ... alveg ágætt svosem. Svo auðvitað klukkan níu þá verður plantað sér fyrir framan sjónvarpið með popp og kók.... og horft á Bold and the beautiful. Ok kannski ekki alveg poppið og kókið, kannski cheerios og mjólk, það er næsti bær við ekki satt. En annars þá fékk Brooke ljóskastara í hausinn í síðasta þætti sem ég sá, og Guðjón sá einmitt endirinn líka og Gveeeðjón vildi endilega veðja, um það að hún myndi missa minnið... þannig að það er eins gott fyrir mig að hún missi ekki minnið... þá skulda ég honum eitthvað. Jæja ok bæ

ÞAÐ ERU KOMNAR FULLT AF NÝJUM MYNDUM AF HAFDÍSI Á BARNALANDINU!!!!!!!!!!!!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com