<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 24

SÖGUSTUND 

Aldrei þessu vant þá get ég barasta sagt ykkur sögu. En þessi saga gerist í Hraundal nokkrum þar sem uppáhaldskópavogsfrænkufjölskyldan mín á sumarbústað. Þetta var fyrir u.þ.b ári síðan, um hvítasunnuhelgina minnir mig. Þá skruppum við mæðgur og Katrín systir og einhverjir fleiri í sömarbústað til Stefaníu og Geira. Þegar fór að kvelda eitt kvöldið var sest út á pall og sötraður bjór og spjallað um ýmislegt skemmtilegt. Fleira skemmtilegt fólk var með á pallinum og ein ónefnd Gyða með í för... Eitt skiptið fór ég á klósettið, afar saklaus ung stúlka, að losa mig við bjór sem ég hafði drukkið. Þegar ég kom út aftur, enn saklausari, þá var öskrað: "oooooojjjjj... sjáiði hlussuna þarna maður, ógeðsleg!!!" Þetta óp kom frá ónefndu Gyðunni og hafði hún séð randaflugu á sveimi rétt fyrir ofan hausinn á mér. Og þar sem ég er ekki hrædd við þessi grey þá kippti ég mér ekkert upp við þessi öskur nema að ég var fljót að hugsa og sagði: "Sko ég veit að ég er feit en það er nú alveg óþarfi að kalla mig hlussu svona fyrir framan alla... og beint upp í opið geðið á mér."
Ég tek það fram að ónefnda Gyðan þekkir mig ekki neitt og veit ekki hvernig minn húmor gengur fyrir sig og auðvitað hélt hún að ég væri ekkert að grínast og að ég hefði tekið þetta virkilega inn á mig. Og auðvitað fór greyið konan að afsaka sig fram og aftur um að hún hefði ekki verið að tala um mig heldur randafluguna fyrir ofan hausinn á mér... og auðvitað þóttist ég ennþá vera fúl og Stefanía frænka mín lá í hláturskasti þarna á bekknum og gat varla andað.. en Gyða var voða vandræðaleg.
Svo aftur þetta sama kvöld þá vildi svo óheppilega til að akkúrat þegar ég stóð upp til að fara á klósettið... aftur, þá gerðist nákvæmlega það sama aftur..... og aftur það sama, ojjjjj.... hlussa... ógeðslegt.... Og þá var mér nú sko nóg boðið, sagði við kellu að hún skyldi bara hætta að kalla mig hlussu og ógeðslega, að hún hefði sært mig nógu mikið í fyrra skiptið en þetta væri nú orðin virkileg ókurteisi. Og aumingja Gyða, hún fór alveg í rusl eins og áður. Og auðvitað hló Stefanía jafn mikið og fyrra skiptið. Svo náðum við Stefanía nú að sannfæra hana um að ég hefði bara verið að grínast allann tímann og ég vissi alveg að hún hefði verið að tala um flugurnar..... En alveg ótrúlegt að þetta skyldi koma fyrir tvisvar sinnum nákvæmlega eins. En samt gaman að þessu, nema það að Gyða á örugglega eftir að forðast það að koma i bústaðinn ef hún veit að ég er á ferðinni.

|

sunnudagur, maí 22

EUROVISION 

Já það var nú sérdeilis gaman að horfa á þessa keppni... en ég sat alein heima hjá Guja og horfði á keppnina og spennan var alveg hreint í hámarki í herberginu... eða ekki, ég var nú eiginlega bara reið og sár þegar Latvía var búin að vera á toppnum í þónokkurn tíma, en ef það lag hefði unnið þá væri bara allt búið sko. Þá væri endanlega hægt að loka fyrir þessa keppni. Ekki skil ég hvað fékk fólk til að kjósa þetta lag... En það eru nú sennilega allir búnir að velta sér fram og til baka og út um allt upp úr þessu. Ég var bara ágætlega sátt við úrslitin. En ég get nú sagt ykkur það sem ekki vitið hvernig það er, að það að eiga barn og ætla sér að vera útivinnandi er nú ekkert gamanmál... Allavega ekki í Húnaþingi Vestra. Hér er ENGIN dagmamma og Hafdís er ekki komin á leikskóla ennþá. Og svo er það nú ekki allt, hér, eins og á flestum sveitabæjum hér á landi á þessum tíma árs, er bullandi sauðburður og ekki alveg það auðveldasta að fá barnapíu þegar manni hentar. Og ég er bara að vinna hálfann daginn. Fjóra tíma á dag, og ég á erfitt með að koma barninu mínu fyrir á meðan. En öllum til mikillar hamingju er vaktavinna ríkjandi í sjoppunni á Hvammstanga og náði ég að tæla nokkrar ágætar stúlkur þar til að passa fyrir mig. Þannig að þið þurfið ekki að örvænta, ég kemst í vinnuna. hehe. OG ykkur líður eflaust miklu betur eftir að lesa þetta...

En Akureyrarferðin hjá Hafdísi gekk svona líka svaaaakalega vel enda var hún í mjög góðum höndum, Katrínar höndum... og ekki þarf maður nú að hafa áhyggjur af barninu sínu í þeim höndum. Margt var brallað, þ.á.m farið í Kjarnaskóg sem staðsettur er ofan við Akureyri og þar var margt að sjá og skoða... og margt flott til að taka myndir af....


SVO FALLEGT

JÆJA góða nótt.

|

fimmtudagur, maí 19

KSS KSSS KSSSSSSS 

Vegna mikillar eftirspurnar þá er ég búin að ákveða að setja inn myndir af kettinum mínum honum Kisa. Þessar myndir eru reyndar teknar í símanum mínum og gæðin eftir því... og svo gat þessi köttur alls ekki verið kyrr til að leyfa mér að taka mynd af honum þannig að ég tók svona milljón og þessar tvær hér eru svona það skársta!!! Og meira að segja á seinni myndinni þá hélt ég á honum til að ná loksins ásættanlegri mynd.


Já þar hafiði það!! Er hann ekki sætur þessi elska sem finnst svvvvooooooo gaman að klóra mig allstaðar. En hann er samt sætur!!

Ég er ennþá ein heima og leiðist leiðist, reyndar var ég að vinna allann daginn í dag þar sem Kiddy komst ekki vegna veikinda á heimilinu. Þannig að nú er ég ekki ein nema bara part úr degi. Jæja bless

|

mánudagur, maí 16

MÉR LEIÐIST!!!!!!! 

Það hefur nú örugglega enginn heyrt mig segja þetta!!!!... eða eitthvað. En ástæðan fyrir því að mér leiðist er einfaldlega sú að mér leiðist... ein heima, enginn kall... ekkert að gera nema skamma litla krúsíbúsí köttinn sem við vorum að fá okkur en rétt í þessu var hann að klifra upp löppina á mér og það er ekkert sérstaklega þægilegt þegar litlir kettlingar læsa þessum títuprjónaklóm í mann og klifra svo upp!!! Ó nei það er sko ekki gott. Svo á morgun fer Hafdís María með Katrínu frænku sinni á Akureyri og verður í heila 4 daga þar!!!! Jiiii hvað manni á eftir að leiðast. En þá er bara um að gera að njóta þess og ég neita hér með að gera allt sem einhver biður mig um að gera á meðan ég ætla að vera alein heima og njóta einverunnar... þar sem ég er svo mikið fyrir svoleiðis. Ástæða karlmannsleysis er sauðburður í sveitinni. Er mamma komin á fast?????????
Ok bæ

|

miðvikudagur, maí 11

NÝJIR BLOGGARAR 

Já gott fólk það er alltaf einhver að bætast í hópinn hér í bloggheimum. En nýir bloggarar að þessu sinni eru Eyja og Óla. Eyja er að vísu búin að vera að blogga í einhvern tíma án þess að láta mig vita... hmmm... en Óla er alveg ný. En það eru skemmtilega vangaveltur og hrakfallasögur á þessum bloggum. Og ef einhver veit ekki hverjar þessar konur eru þá er þetta Eyja sem var með mér hérna á Laugarbakka í skóla forðum.. og Óla hin eina sanna gróðurhúskelling!!!! Þar hafiði það. En annars er ekkert að frétta á þessu heimilinu frekar en fyrri daginn. Ég þori varla að skrifa eitthvað krassó hérna, það verður bara allt vitlaust!! En það er að vísu bara gaman að því. Úúúú næstum búin að gleyma.... Biggi, til hamingju með afmælið. Birgir Theodórsson á sem sagt afmæli í dag og er hann orðinn 42 ára... jibbýýýýýýýýýýýý.
ok bæ

|

þriðjudagur, maí 3

HEITAR UMRÆÐUR 

Já það er sko hægt að segja það. Skólabloggið mitt hefur aldeilis vakið athygli sýnist mér... allavega eru 30 búnir að kommenta og það er gaman að sjá hvaða álit fólk hefur á svona málum og hvað það er sem vekur áhuga hjá fólki, svona menntalega og atvinnulega séð. En nóg um það.

Í gær um klukkan 16:00 fórum við Hafdís í Kaupfélagið og þar sá ég svona líka skemmtilega bolta sem ég vissi að Hafdís myndi hafa gaman af. Ég keypti þá og lét hana hafa þá í pakkanum, þeir voru þrír í pakka. Hún sleppti ekki pakkanum þangað til við komum heim og þá tók ég hann af henni og tók boltana úr plastinu. Þá tók hún alla boltana þrjá og reynda að baslast við að halda á þeim öllum í einu, það gekk nú ekki alveg og ég tók einn boltann og faldi hann á góðum stað... og sumir urðu mjög miður sín. En hinum tveim boltunum var aldrei sleppt það sem eftir lifði dags... og það ríkti ekki mikil hamingja þegar ég tók þá af henni til að hún gæti farið að sofa!!!! En þetta reyndar hafði eitt mjög gott í för með sér... þar sem það er erfitt að skríða með eitthvað í báðum höndum neyddist hún til að labba miklu meira, og gerði hún það.Þetta eru inniskór sem Jenny langamma og Gissur langafi gáfu henni jólagjöf og það var nú ekkert rosalega auðvelt að labba á þeim sko....

En aldrei sleppti hún boltunum... sama hvað gekk á ....


Gaman að þessu

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com