<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 23

STEIKTA BEIKONIÐ KOMIÐ HEIM 

Já það er sko alveg hægt að segja að það hafi verið bongó blíða í Hraundalnum um helgina... en það er nú víst ekkert nýtt þar á bæ. Geiri vill meina að það sé ALLTAF svona veður þar. En allavega var mér svo heitt að það hefði verið gott fyrir Beikonaðdáendur að vera þar.... FULLLT af steiktu beikoni í boði.. hehe. En allavega er ég komin heim og mér líður strax miklu betur hérna í kuldanum... sem stendur reyndar í 19.6°C núna. En aðalmál dagsins er nú það að Guðrún Ósk Níelsdóttir á afmæli í dag... Til hamingju með afmælið elsku vinkona.
jæja ég nenni ekki að skrifa meira í dag...
já og by the way..... sú sem nöldrar mest yfir bloggleysi hjá fólki ætti nú að fara að taka sig á því að hún hefur ekki bloggað síðan fimmtudaginn 7. júli. En það er hin ónefnda Jenny.. taktu þig á kona. ok bæ

|

þriðjudagur, júlí 19

ALLT ELLA AÐ KENNA 

Sko, það er nú bara komið í ljós að áheyrnarprufan er ekkert á réttardaginn... nei nei hún er á fimmtudegi. Sem þýðir það að ég þarf að taka mér frí í vinnunni til að fara að góla fyrir framan fjóra landsfræga íslendinga. En ég geri það samt. hehe. En annað, um daginn þegar ég var á Akureyri þá fóru ég og Hrönnsa í saaaaaaaaakleysi okkar í Hagkaup til að leita að einhverju fyrir móður mína, sem ég fann by the way ekki, en ég fann hins vegar sérdeilis prýðilega sósu sem mig langaði að kaupa mér. Hún heitir sweet chili eitthvað og er í 750 gramma GLERFLÖSKU. Jájá, ég fór og borgaði, lét svo Hrönnsu halda á flöskunni góðu og tók eitthvað annað sjálf. Á leið okkar út hittum við Jenny frænku. Auðvitað stoppuðum við til að tala við kellu, við vorum búnar að spjalla í smá stund þegar ég fattaði að ég hafði ekkert hitt hana síðan hún gifti sig. Þannig að ég tók mig til og faðmaði kellu heitt og innilega og óskaði henni til hamingju með giftinguna. Kannski var þetta heita og innilega aðeins og mikið..... en allavega, Hrönn ákvað að gera það sama og reyndi að hagræða öllu draslinu sem hún hélt á, þar á meðal flöskunni minni góðu, en viti menn, hún missti hana í gólfið og splaaaaaaaaaaassssssssshhhhhhhhh.... hún brotnaði og ölll sósan ÚT UM ALLT. hehe. Einhver ágæt kona í Hagkaup hljóp til með tissjú og fór að þurrka upp messið..... en við stóðum bara þarna og spjölluðum við Jenny. Það varð ekkert úr heitu og innilegu faðmlagi hjá Hrönn og Jenny. En við komumst hins vegar að því að þetta væri allt Ella sprella að kenna. Hann bað Jenny að giftast sér, hún sagði já, þau giftust, við hittum Jenny í Hagkaup, ég faðmaði hana, Hrönn ætlaði líka að faðma hana og FLASKAN Í GÓLFIÐ.

En hins vegar er ég að fara í sumabústað til Stefaníu frænku og co. Bless

|

mánudagur, júlí 18

HVAÐ FINNST YKKUR????? 

Sko, þannig er nú mál með vöxtum að ég er að hugsa um hvort ég eigi að skrá mig í Idol þetta árið. Mamma er alltaf að spurja mig hvort ég sé búin að því.... en nei ég er ekki búin að því. EN þannig er það nebblega að réttirnar hérna í Miðfirðinum eru á nákvæmlega sama degi og áheyrnarprófin á Akureyri. Ég nenni ekki að fara til Reykjavíkur í þetta áheyrnarpróf af þvi að þar eru trilljón manns í biðröð en þannig er það ekki á Akureyri. Gveðjón kom með þá hugmynd að áheyrnarprófinu yrði frestað þangað til að ég gæti komið... mér líst voða vel á það en það er nú kannski spurning hvort það myndi virka. En réttirnar eru mjög mikilvægur tími fyrir mig og mína... þannig að ég veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessum málum.

En annars fórum við mæðgur til EEEEEEkureyrar í síðustu viku og var það svaka stöð. Ég hef nú eiginlega ekkert frá því að segja sko.

Endilega segið hvað ykkur finnst um þessar hugsanir mínar... sjéll æ gó or nott?????

|

miðvikudagur, júlí 13

EEEEEEEKUREYRI 

Já gott fólk. Við mæðgur ætlum að skondrast til Akureyrar í dag. Þar komum við til með að hitta Katrínu systir og hennar fylgifiska. Katríner alveg óð í að fá okkur norður og er búin að reyna allt til að það gerist. Í gær t.d hringdi hún á Veðurstofuna og mútaði þar einhverjum köllum og kellingum til að segja að Akureyri væri besti staðurinn til að vera á næstu daga, þá veðurlega séð auðvitað. Og auðvitað verð ég bara að trúa því. En svo er að skella á þessi bongóblíða hérna, svolítil gola en glampandi sól. Ég er nú alltaf að segja honum Gveðjóni að við ættum bara að pakka niður öllu okkar hafurtaski og fletja á austfirði..... en það er nú ekkert voðalega vel tekið í það, sem ég skil ekki vegna þess að þar er alltaf BONGÓ BLÍÐA. en NEIIII... enga svoleiðis vitleysu hér á bæ. En vellý vell... ætli ég þurfi ekki að fara að pakka niður fyrir Akureyraferðina, ekki að þess þurfi... það er víst svo gott veður í uppsiglingu þar að bikiní dugar kannski bara.
ok bæ

|

mánudagur, júlí 4

VIÐLOSUN 

Guten tag!!!

Já það er margt búið að ganga á hérna síðustu dagana. Í gær fór ég yfir götuna og bankaði hjá herra Flosa og tældi hann út með mér til að rífa upp tréin mín "undurfögru" og henda þeim. Hann skondraðist og náði í gröfuna sína góðu og tók til hendinni. En tréin sem ég er að tala um er Alaskavíðir og það gleymdist að hugsa um þau í ansi mörg ár, aldrei klippt og þar af leiðandi orðin ansi gysin og ljót. Þannig að okkur datt í hug að fjarlægja þau bara og setja ný og betri tré í staðinn.

HÉR ER FLOSI IN ACTION


og svo á meðan þetta allt saman átti sér stað þá tróð kötturinn sér á milli rimla á gardínunum mínum og fylgdist með, slakur á kantinum bara.... en svo varð hann pirraður og vildi komast út


Og ú já... ég er að fara í sumarfrí eftir nákvæmlega 3 vinnudaga... jiiii hvað það verður ljúft, það er eins gott fyrir góða veðrið að fara að drulla sér hingað svo ég geti farið að klæðast appelsínugula bikiníinu mínu... þessu með mjúku fyllingunni.. hehe. ok bæ

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com