<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, desember 18

SEXYEST MAN ON EARTH 

Ehemm... það er nú svolítið langt síðan ég bloggaði síðast en hvað um það, nú kemur nýtt blogg. Laugardaginn 10. desember fórum við hjú á jólahlaðborð með vinnunni minni og var það alveg sérdeilis prýðilegt allt saman. Þar rakst ég á gamlan kennara sem tilkynnti mér það að það væri nú gaman að lesa þessi blogg öll sömul og fylgjast með gangi mála. Maður er alltaf að vita um fleiri og fleiri sem eru að lesa þessi blogg án minnar vitundar og án þess að KVITTA FYRIR SIG... Skamm skamm... en allavega, Þorri..... BLEEEEEESSSSSAÐUR. Svo gerðist nú ekkert markvert fyrr en þessa helgina þegar ég og Gveðjón fórum á spurningakeppnina á föstudaginn. Sparisjóðurinn tók Grunnskólan í raaaa........ .. ehemm.. segi ekki meir. En þegar keppnin stóð sem hæst var önnur keppni sem ruddist á sviðið og var það skeggkeppni eða mottukeppni eins og sumir vildu kalla þetta. EN hún fór semsagt þannig fram að sá sem var með flottasta yfirvaraskeggið vann. Og haldiði ekki bara að hann Gveðjón snillingur hafi unnið þennan glæsilega titil. TOM SELLECK Húnaþings vestra. Og það er nú ekki leiðum að líkjast þar sem Tom Selleck er einn af sexyest man on earth..... (ég veit ekkert hvort TOM SELLECK er skrifað svona en fólk sem veit hver TOM SELLECK er á að vita hvað ég er að fara) Fékk hann í verðlaun nýútkominn geisladisk með Kamp knox og svo fékk hann rakvél, raksápu og rakspíra í tösku.

Jæja... ég nenni ekki að segja meira.. ok bæ

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com