<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 28

ALVEG TÓM 

Ég hef ekkert að segja.

|

miðvikudagur, janúar 11

HVAR ENDAR ÞESSI VITLEYSA 

Já það með má sanni segja að þetta sé farið að fara út í algjöra vitleysu þessi blaðamennska hjá DV.. og ég segi eins og Jenny frænka (Drulla og Vitleysa) þetta fólk svífst einskis. Ég myndi allvega ekki vilja lenda á milli tannanna hjá DV.... og til að stoppa það gerum við ÞETTA
Og ég hvet alla til að taka þátt í þessu til að stöðva svona kjaaaaaaaftæði sem fyrst.
OK BÆ

|

föstudagur, janúar 6

ENDALAUS TILEFNI 

Jæja þá er þrettándinn genginn í garð og jólin búin og ekki lengur lögleg afsökun, til að borða eins mikið nammi og maður getur í sig látið, fyrir hendi. En Páskarnir eru nú á næsta horni þannig að maður verður nú að vera í góðri æfingu fyrir þá.... Það er alltaf eitthvað tilefni til að gera sér góðan dag. Í janúar eru jólin... allavega til að byrja með, svo eru þau búin og svona í lok janúar þá byrja þorrablótin út um allt land og maður verður nú að vera virkur í að styðja þann gamla og skemmtilega sið. Svo í febrúar eru ennþá þorrablót í gangi svona fyrstu tvær vikurnar, afmæli Hafdísar þann 18. og auðvitað tilefni til að troða í sig óhollustu. Þá er líka konudagur þann 19. og bolludagur og sprengidagur fylgja fast á eftir. Mars, Öskudagur... hver borðar ekki nammi þá??? Guðjón á afmæli þá og Katrín og fullt af öðru fólki sem ég þekki. Í apríl eru Páskarnir góðu og maður getur nú ekki hent þessum dýrindis páskaeggjum sem manni er gefið, Síðasti vetrardagur og sumardagurinn fyrsti, og svo auðvitað á Hrönnsa pönnsa afmæli þá. ..... ég held að það komi bara framhald í næsta bloggi um næstu mánuði.. mér er orðið illt í maganum bara á að tala um allt þetta nammi át... hehe

En það er kominn nýr linkur undir "aðrir sullarar" og er það hún Jóhanna vinkona mín nokkur ættuð frá Bálkastöðum í Hrútafirði. Endilega skoðið hennar skrif.

en jæja.. þetta er yndislegt líf að vera alltaf búin að vinna klukkan 2 á daginn... bara verst að þá hefur maður meiri tíma til að taka til og hugsa um húsverkin... eins og mér finnst þau skemmtileg.....................................
ok bæ

|

þriðjudagur, janúar 3

VERY VERY NICE.... 

Góðan daginn og gleðilegt árið alle sammen. Jólin á þessum bæ gengu ljúflega fyrir sig, hele familien á staðnum og allskonar. Pabbi kom hérna með konu sína hana Pan og svo var mamma hérna og einnig Katrín. Þetta var bara næstum eins og forðum. Það þurfti ekki að segja Hafdísi nema einu sinni að þetta væri afi hennar og þau voru límd saman öll jólin. Svo fóru Pabbi og Pan á þriðjudaginn og Hafdís fór í sveitina til ömmu og afa á miðvikudaginn.... þannig að ég og Gveðjón vorum ein eftir í kotinu. En við gátum nú notað tímann eins og okkur einum er lagið... ehhe. Um áramótin borðuðum við svo hérna, ég, Gveðjón, Mamma, Katrín og svo buðum við Flosa að koma og borða með okkur. Svo var haldið í gleðskap að Ósi og svo skundað á ball á Þinghúsinu. Þetta var allt saman very very skemmtilegt og allt fór vel fram held ég. Nýársdeginum var svo varið í svefn og eitthvað því tengt...
Svo breyttist líf mitt á svipstundu í dag þegar ég tók endanlega þá ákvörðun að vinna 6 tíma í staðinn fyrir 8 til þess að geta eitt meiri tíma með Hafdísi skvís. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað margir foreldrar láta sér það duga að vera með barninu sínu kannski ekki nema 2 og hálfan tíma á dag, og sumir minna. Þannig að ég vinn núna frá 7:45 til klukkan 14:00. Og núna getum við mæðgur skondrast eitthvað saman í marga klukkutíma áður en hún fer að sofa um hálf átta, átta. Very very nice ekki satt. En Erna.. ég lifi greinilega ekki nógu spennandi lífi til að blogga oftar... En samt gaman að það er einhver sem skoðar þessi blogg ennþá..... ég held nefninlega að þessi bloggheimur sé að deyja út. Og ekki má það nú gerast.

ok bæ

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com