<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 28

IDOL SMÆDOL 


Ég fór á Idolið í Smáralindinni með Elfu vinkonu minni sem datt út þarsíðast og það var svaka stuð. Nema bara að ég sá ekkert fyrir einhverjum camerumanni sem var beint fyrir framan mig.... ömurlegt. En það var samt gaman og þetta er allt öðruvísi en að sjá það í sjónvarpinu, svolítið öðruvísi gæði í alla staði. Við Elfa fórum á bakvið að hitta liðið áður en keppnin byrjaði, í hléinu og þegar þetta var búið. Það kom mér mjög á óvart að margir af krökkunum þekktu mig síðan í Idolinu í haust. Gaman gaman.

Hafdís María er veik. Það er hins vegar ekki gaman gaman. Hún er búin að vera rokkandi í kringum 39 stigin síðan á laugardaginn og í gær fór hún upp fyrir 40 stig. Þannig að maður sér nú eiginlega ekki fram á það að vinna fulla vinnuviku þessa vikuna. Það endar nú örugglega með því að ég verð rekin, ég er búin að vera svo mikið fjarverandi þennan mánuðinn. Nú fer söngvarakeppnin að verða að veruleika í sjötta skiptið held ég og auðvitað tekur Breeeeenja þátt eins og venjulega... allir komnir með ógeð á manni. Ég er farin að stunda körfuboltann af kappi, alveg einu sinni í viku og það er svaka fjör, í gær vorum við til dæmis 15 keeelllingar samankomnar á vellinum. Jæja ég nenni ekki að skrifa meira.
ok bæ

|

mánudagur, febrúar 20

FULLT AF STÖFFI 
Jæja þá er skvísan mín orðin tveggja ára. Manni finnst þetta nú eiginlega hálf ótrúlegt, ég var ólétt í gær finnst mér. Það verður ekki langt þangað til að maður fer að ferma bara, tíminn líður svo hratt. Hún átti semsagt afmæli á laugardegi.. mjög hentugt. Afmælisveislan var mjög fín, alveg hreint fullt af fólki. Hún fékk alveg fullt af fötum og dóti og peningum í afmælisgjöf og við þökkum öllum kærlega fyrir það allt saman. Svo langaði Hafdísi til að prufa sólgleraugun hans pabba síns og það var nátturulega algjör snilld og náði ég einni mjög skemmtilegri mynd af henni með þau.
Mér var bent á mjög skemmtilegt dótarí á netinu þar sem maður býr til svona muglets... en þá getur maður sett fólk sem maður á myndir af í allkonar búninga og látið þau dansa og fíflast. Ég gerði eitt mjög "fallegt" af mér og annað ennþá "fallegra" af Katrínu...... "FALLEGA KATRÍN"
og "FALLEGA ÉG" njótið vel!!!!!!
ok bæ

|

laugardagur, febrúar 11

ALGJÖRLEGA VERIÐ AÐ RÁÐAST INN Á EINKALÍF MANNS 

Ég hef margsinnis verið klukkuð í bak og fyrir en aldrei nennt að gera þetta stöff. EN núna ákvað ég að slá til þar sem ég hangi hér fyrir framan tölvudrusluna. Það var hún ónefnda frænka mín, Jenny nokkur Johansen, sem klukkaði mig á þennan hrottalega hátt.... og hér koma nokkrar staðreyndir um hana Breeeenju


4 störf sem ég hef unnið um ævina:

1. Herbergisþrif á hóteli
2. Úrbeining í kjötvinnslu ( mjög gaman )
3. Afgreiðsludöma í Tröllagarði....
4. Leiðbeinandi á leikskóla ( núverandi starf )

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

1. Green mile
2. Double Jepordy... eða hvernig sem það er skrifað
3. Finding Nemo (alveg eins og Jenny)
4. Sweet home alabama

4 staðir sem ég hef búið á:

1. Laugarbakki
2. Noregur
3. Reykjavík ( ömurlegt by the way )
4. Hrafnseyri

4. Sjónvarpsþættir sem mér líkar:

1. Friends er alltaf númer 1
2. Footballers wifes
3. LOST
4. Joey

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

1. barnaland.is
2. ég er
3. ekki mikið
4. á síðum á netinu

4 staðir sem ég hef heimsótt i fríum:

1. Portugal
2. Frakkland
3. Bretland
4. Noregur

4 matarkyns sem ég held upp á:

1. Soðið kjötfars, kartöflur og hvítkál
2. Lambakjötið góða
3. Kjúklingarétturinn sem kærastan hans pabba eldaði handa okkur um jólin... mmmmmmm
4. Appelsínur eru í miklu uppáhaldi þessa dagana

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:

1. Úti að borða á rómantískum stað með Kallinum
2. Á Akureyri hjá Hrönnsu pönnsu
3. Mig hefur alltaaaaaaf langað að fara til Ástralíu
4. Væri líka alveg til í að fara aftur til Portugal

4 bloggarar sem ég klukka:

1. Katrín besta systir
2. Hjödda
3. Hrönn
4. Palli litli

|

mánudagur, febrúar 6

HLAUPABÓLA EÐA EKKI HLAUPABÓLA 

Já það er spurning dagsins. Allt í einu upp úr þurru í gær fékk Hafdís einhverjar dularfullar bólur í andlitið og ég hugsaði með mér að nú væri skvísan komin með hlaupabóluna þar sem hún er nú að ganga í leikskólanum. Áður en hún fór að sofa í gærkveldi fannst mér þessar bólur vera búnar að stækka og það var komið eitthvað hvítt stöff í þær líka þannig að ég ákvað að þetta væri hlaupabóla og afboðaði okkur á leikskólann í dag. Svo þegar hún vaknaði í morgun voru þessar bólur bara að hverfa frekar en hitt.. þannig að ég veit ekkert hvort þetta er þessi blessaða hlaupabóla eða ekki. Ekki það að það skipti neinu máli..... skvísan er með svo mikið kvef og svo mikla hálsbólgu að ég hefði hvort sem er aldrei farið með hana á leikskólann i dag.
Þorrablótið var alveg sérdeilis prýðilegt nema hljómsveitin var ekkert allt of mikið að meika það.
En skemmtiatriðin voru mjög góð. Jamm og já, þá held ég að það sé bara ekki meira að segja um það. Ok bæ

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com