<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 24

VAR ALVEG BÚIN AÐ GLEYMA ÞESSU..... Ég var að gramsa í tölvunni minni hérna áðan og fann þessar skemmtilegu myndir sem ég var búin að gleyma að væru til, þessar myndir voru teknar á æsispennandi krokketmóti sem haldið var hérna í garðinum hjá mér sumarið 2004. Ég man ekki hver vann en ég man að HRANNAR tapaði.. hahaha. Eins og þið sjáið eru þetta mjög vafasamar myndir af Hrönnsu og systur minni. Ég vil taka það fram að þessar myndir voru teknar þegar tekið var að rökkva og svo er einnig búið að stækka þær eitthvað og "laga" til, þess vegna eru þær svona óskýrar. En ég verð nú reyndar að segja að þær eru alveg jafn skemmtilegar svona.... Ég held að ég hafi sett þessar myndir inn á bloggið á sínum tíma en það er alltaf tilvalið sjá þetta aftur og aftur og aftur..... hehe, maður verður nú eiginlega bara hræddur.

|

fimmtudagur, júní 22

RÍJÚNÍJON.... ÍÍÍÍÍHAAAAA 

Jæja það er loksins búið að ákveð stað og stund fyrir þetta blessaða 10 ára bekkjarríjúníon. Ég er að vísu ekki að sjá um þetta en það er bara betra að auglýsa þetta sem best. Ákveðið er að staðurinn verði Hamarsbúð á Vatnsnesi og stundin er 11. - 13. ágúst nk. Ætlast er til að fólk komi með tjöldin sín og allt því tilheyrandi og svo dreifum við okkur út um allt og höfum svo Hamarsbúð til afnota til að gera eitthvað skemmtilegt. Þetta er heil helgi og auðvitað vonum við að allir geti verið alla helgina, enda frekar langur fyrirvari. En annars er auðvitað í dæminu að fólk geti komið bara eina nótt ef það vill. En við gerum okkur öll grein fyrir því að ÞAÐ ERU 10 ÁR síðan við útskrifuðumst þannig að það er SKYLDUMÆTING, sama hvort það verði bara smá stopp eða heillar helgar stopp. Svo kemur fólk bara með eigin mat, kjöt og svoleiðis til að við getum svo grillað öll saman og étið á sitthvorum staðnum... hehehe.. eða ekki. Fólk á líka að koma með tónlist með sér... dauða eða lifandi. Á þennan hátt getum við haft alveg hreint staaaandandi gleði langt fram á nótt... báðar næturnar. ATH, mörg okkar eigum nú orðið einhver börn og fólki er velkomið að koma með þau með sér ef það vill, og svo er líka ætlast til að fólk komi með maka sína með sér.

Jæja jæja... vonandi heppnast þetta sem best og vonandi mæta allir í þetta skiptið, þeir sem ekki koma eru fýlupúkar... hehehe

|

þriðjudagur, júní 13

ÆTLAÐI BARA AÐEINS AÐ SNYRTA TRÉIN..... 


Þetta er nýji fíni slátturtraktorinn hennar mömmu minnar. Í dag þegar ég var búin í vinnunni þá fórum við Hafdís til mömmu og hjálpuðum henni aðeins við sláttinn. Svo ákváðum við Hafdís að fara á "rúntinn" og skruppum í heimsókn til Berghildar á græjunni. Berghildur býr í götunni norðan megin við Ásbyrgi, þannig að þetta var ekki langt að fara og við fórum auðvitað eftir grasinu sem er í kringum Ásbyrgi og "sundlaugina". Svo þegar við vorum búnar að vera þar í þónokkurn tíma var kominn tími til að fara til baka en þá vildi Hafdís það ekkert þannig að ég fór á undan henni. Setti græjuna í gang, bakkaði, snéri við og ók í átt að Ásbyrgi á ný. Á horninu hjá sundlauginni koma nokkur há og vel vaxin tré í vinkil og ég ætlaði að beygja þar inn en þá leit ég til hliðar og sá að Hafdís var að koma hlaupandi til mín. Ég stoppaði tryllitækið og ætlaði að bíða eftir henni en þá gerðist eitthvað sem ENGINN skilur, og þá síst ég. Ég gerði allt annað en að bíða eftir henni, missti tryllitækið áfram, keyrði beint á tréin, braut eina ýturvaxna grein alveg niðri við gras, og þar stoppaði tækið og ég er svo óvön að keyra þetta að ég var lengi að fatta hvað ég ætti að gera. En svo gat ég nú bakkað út úr þessu öllu saman og svo keyrðum við Hafdís heim til mömmu í góðu yfirlæti. Mamma horfði á þetta allt saman og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið... en svo hlógum við nú bara að þessu saman. Ég var nú að reyna að segja henni að þetta hafi allt verið planað, þessi grein var eitthvað svo asnaleg að maður þurfti svona nánast að beygja sig niður þegar maður labbaði þarna fram hjá, en nú var Brynja búin að redda þessu, allt annað að labba um þarna, engar trjáklippur þurfti í þetta verk og það sér ekki á Tryllitækinu hennar mömmu eftir þetta. Mamma var samt ekki alveg að treysta mér að fara að losa kassan á tækinu og gerði það bara sjálf, hún vildi meina að ég færi bara næst niður bakkann......

En jæja, ekki meira slúður í dag....

|

fimmtudagur, júní 8

SEX ON THE BEACH...... TILEINKAÐ HRÖNN!!! 

Jæja, ég er svo hrædd við Jóhönnu að ég þori ekki öðru en að blogga eilítið blogg. Það er svosem ekki mikið búið að gerast hérna nema að ég er komin heim og byrjuð að vinna í minni yndislegu vinnu á ný... Það er nú reyndar langt síðan ég kom heim en ég hef bara ekki nennt að blogga fyrr en núna. Það var MJÖG gaman á Spáni og við Hrönnsa brölluðum mikið saman. Hrönn var boðið Sex on the beach... í bókstaflegri merkingu... en hún þáði það ekki. Algjör kjáni. En það var semsagt ungur maður að nafni Sasja, ég skrifa það eins og ég segi það, hef ekki hugmynd hvernig það er skrifað, sem var svona kurteis að bjóða henni kynlíf á ströndinni. En þetta kom nú allt til vegna þess að MIG langaði að smakka DRYKKINN sex on the beach en ég var svo mikill auli og sendi Hrönn til að panta drykkinn. Hún átti semsagt að fara og panta einn Sex on the beach og svo ætluðum við líka að prufa Margarítu... sem ég hef aldrei smakkað fyrr. Þegar Hrönn kom að barborðinu spurði hún: Do you have Sex on the beach???
Sasja(barþjónninn): Have I ever HAD sex on the beach???
Hrönn: No no no, do You HAVE sex on the beach??
Sasja: Right now???
Hrönn: Ok, do You have the DRINK sex on the beach??????
Ungi maðurinn sagðist ekki hafa þetta á Menu hjá sér en hann skyldi blanda svona drykk BARA FYRIR HRÖNN. Hrönn kom til baka alveg hreint í skýjunum búin að panta drykkina og búin að láta Sasja halda að hún vildi SEX on the beach.. Svo þegar Kauði kom með drykkina kom hann með sex on the beach og MARTINI.... HVER PANTAÐI MARTINI???? Ekki ég!!!!!! Og eftir að hafa smakkað Martini en EKKI Margaríta þá get ég sagt það að mér finnst Martini viðbjóður. Þetta kvöld urðum við svolítið skrautlegar, hittum beautiful Polish people og Hrönn hellti niður á poolborðið á Tequilas en við skulum nú ekkert vera að tala um það... en svona ykkur að segja þá var eigandi barsins EKKI ánægður með Hrönn það sem eftir var, og var eiginlega bara í fýlu þegar við komum þangað... gott að vera vel liðinn... heheh. Þetta var allt á mánudegi... en á fimmtudeginum bauð Sasja Hrönn í pool og vildi fá að veðja um eitthvað. Og auðvitað vildi hann veðja um SEX ON THE BEACH... og Hrönn sagði bara JÁ JÁ, eins og einhver bjáni. Hann vann og hann á ennþá inni Kynlíf á ströndinni með Hrönn.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com