<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 27

13 °C ÞAKVIÐGERÐIR OG UNGLIST 

Já, við erum semsagt lööööngukomin heim frá útlandinu. Ég var nú eiginlega bara nokkuð ánægð að komast hem í kuldann... mér fannst allt of heitt þarna úti. Ekki skil ég íslendingana sem fara til sólarlanda á sumrin... bara hreinlega get ekki skilið hvernig fólki getur fundist þægilegt að vera í 30+ allan helvítis daginn, eða bara lifað það af!!!!!! Við fórum úr 28 í 13 gráður og ég var sátt, sátt, sátt!!! En þetta var mjög skemmtileg ferð sem verður pottþétt farin aftur seinna. En það er nú aldeilis búið að vera mikið að gera hérna heima síðan við komum heim. Gaui er búinn að vera á fullu uppi á þaki að skipta um járn. Það var eitthvað fullt fleira sem þurfti að gera sem ég kann ekki að útskýra.. en það var greinilega verið að spara þegar þakið var byggt í upphafi. Ég gerði nú ekki sérstaklega mikið þarna uppi þar sem mér er ekkert sérstaklega vel við það að vera einhversstaðar uppi á þaki. Ég tel mig nú ekki vera neitt lofthrædda en mér finnst ég alltaf vera að detta niður þegar ég er nálægt brúninni... mér líður eiginlega betur eftir því sem ég fer hærra. Þannig að húsið mitt er greinilega ekki nógu hátt. En ég var nú samt eitthvað þarna uppi og hjálpaði Gauja að setja allan pappan á og ég skal segja ykkur það að ég er með svo mikla strengi að ég er hölt!!!!!!!!!!!!! HVAÐ ER ÞAÐ??? Segir það mér ekki eitthvað??? Jújú, það segir eitthvað, en við skulum nú ekkert vera blanda því í málið.. hehe. En hátíðin Eldur í Húnaþingi var formlega sett í gær. Hljómsveit skipuð af ungum folum áttu fyrstu ''orðin'' og mér fannst þeir bara helvíti góðir, enda gítarleikarinn nágranni minn... Svo kom Kjartan hlaupandi eftir Hvammstangabrautinni í gaaaaaaaaamla kormáksgallanum með kindil í hönd, hljóp að félagsheimilinu og tendraði eld hátíðarinnar. Svo var haldið inn og fantasíusýning fór fram. Þar var margt skemmtilegt að sjá.. allskonar fatahönnun, bodypaint, dans og fleira. En svo þegar út var komið gerðist það undarlegasta... jólasveinninn reið hesti framhjá Félagsheimilinu.... það var fyndið.
Í kvöld er svo mello musika og minns ætlar að syngja. Morgun BORGARVIRKI OG RAGGA GÍSLA... stuð stuð stuð.
jæja, bless bless

|

sunnudagur, júlí 16

DYRAGARÐURINN 
Ég held að þessar myndir skýri sig bara sjálfar... en allavega þá fórum við í Dýragarðinn í gær og það var stuð. Byrjuðum á því að fara í svona Safarí dæmi og sáum "villt" dýr út um allt. Svo fórum við í garðinn þar sem við löbbuðum um. Fórum á höfrungasýningu og það var geeeeeðveikt, ég hefði sett myndir hérna inn af sýningunni en það var svo léleg birtan þarna að myndirnar skila sér ekki nógu vel held ég. En eftir það röltum við bara um svæðiði og Hafdís fann geitur og svín sem hún mátti klappa eins og hún vildi, og skvísan var sko allt annað en hrædd við dýrin. Það var t.d ein geitin sem var eitthvað pirruð og stangaði hana frekar laust nokkrum sinnum og Hafdís bara hló að þessu, fannst þetta voða fyndið.

|

föstudagur, júlí 14

KRABBAVEIÐAR OG KEILA 

I dag fórum við eitthvað lengst út í rassgat á bílnum til að veiða krabba. Þetta var nokkuð löng leið og þurftum við að fara yfir ána á leiðinni. Áin er svona 80-100 metrar. En það er ekki hægt að byggja brú yfir ána, neinei, það er svona bátur sem er dreginn yfir fram og til baka allann daginn. Fólk fer á bílunum sínum inn í bátinn, leggur þar í svona 5 mín og keyrir svo aftur út úr bátnum hinum megin við ána..... RATHER STUPID I WOULD SAY. Og ekki nóg með það, þetta er alveg nýr bátur, hinn var orðinn of gamall fyrir þetta þannig að það var bara byggður nýr bátur.... en EKKI brú yfir alla þessa metra. En svona er þetta nú bara. ANYWAY, Hafdís sofnaði í bílnum á leiðinni og hún svaf þangað til við vorum komin að krabbastaðnum, búin að veiða krabba, búin að fá okkur kaffisopa og keyra langleiðina heim aftur. Þannig að skvísan missti alveg af þessari veiði. Svo á leiðinni heim ákváðum við að skondrast í keilu svona einu sinni. Það var gaman, nema að það var allt of heitt þarna inni. Svo komum við heim og þá fór Hafdís að hjálpa Pan að skera niður grænmeti fyrir ferðina miklu á morgun (Dýragarðinn). Eins og vanalega þá set ég nokkrar myndir með...... svona keeeesjúal myndir
ú já, gleymdi að segja að það veiddust bara tveir krabbar og þeir fengu að lifa lengur........

|

fimmtudagur, júlí 13

VOLVO, SMABATAHÖFN, SKIPASTIGI OG KLAFUR 
Jájá, í dag gerðum við ýmislegt spennandi. Byrjuðum á því að keyra að Volvo verksmiðjunni/um og skoðuðum það utan frá. Frekar mikið af bílum myndi ég segja. Því næst var haldið á stærstu smábátahöfn í Svíþjóð og þar voru alveg böööööööns af bátum. Keyrðum eitthvað lengst upp í land og skoðuðum skipastiga. Það var alveg geggjað. Svo þegar við vorum að leggja af stað heim þá sáum við svona kláfa sem voru fyrir gesti og gangandi og auðvitað skelltum við okkur í það. Allir nema Pan, hún þorði ekki. En það var nú ekkert spes samt, en það er alltaf gaman að geta sagst hafa farið í svona apparat. Svo enduðum við þetta allt saman með því að fara á Kínverskan veitingastað og átum á okkur göt!!!! Ég lét nokkrar myndir fylgja með þessu....
Myndirnar af bátnum sýna hvernig skurðurinn tæmist svo bátarnir geti silgt niður og upp ána þrátt fyrir hæðarmismuninn. Við sáum fyrst fullt af bátum sem voru að fara niður, þá tæmdist allt þetta sem myndin sýnir á NO TIME og svo var hliðið opnað þegar vatnið var orðið jafn hátt báðum megin og þeir sigldu áfram en á meðan biðu þrír bátar fyrir neðan til að fara upp ána þegar hinir væru komnir niður. Þeir silgdu síðan inn um hliðið, því var lokað og svo var "trappan" fyllt aftur af vatni og bátarnir komust leiðar sinnar upp ána þrátt fyrir 15 metra hæðarmun. Og það ótrúlegasta við þetta allt saman var að þetta tók engan tíma, svona tíu mínútur að tæmast og tíu mínútur að fyllast aftur!!!! Bara töff

|

mánudagur, júlí 10

LISEBERG 


Jæja, í dag fórum við í Liseberg og það var mjög gaman. Hafdís fór í nokkur tæki en hún hefði viljað fara í miklu fleiri, hún er bara svo lítil. En hún var sko alveg til í að fara í þetta allt saman, bara ef hún mætti... Við Gaui fórum í gamla rússibanann, og svo Baldur sem er alveg .. úffff.... Pabbi og Gaui fóru í Fallbyssuna, Gauja fannst það skemmtilegast. Ég og Gaui fórum líka í fullt af vatnsdóti og ég varð alveg RENNANDI blaut í bæði skiptin. En það var bara gaman. Myndin af öllu timbrinu er sem sagt rússíbaninn BALDUR, sem er mjög skemmtilegur

|

sunnudagur, júlí 9

GAUTABORG IIIIIHHHHAAAAAA 

Jæja við erum komin til Gautaborgar, reyndar fyrir mörgum klukkutímum. Ferðin byrjaði á því að flugvélinni seinkaði um einn og hálfan tíma eða eitthvað. Svo datt Hafdísi í hug að kúka rétt áður en við fórum inn í flugvélina og ég gat auðvitað ekkert skipt á henni strax af því að allir þurftu að vera í sætisólum. Þannig að við vorum í skítafýlu í þónokkurn tíma. En svo datt Hafdísi í hug að sofna í flugtakinu, með kúk á rassinum. En svo þegar sætisólaljósin voru farin skipti ég á henni en hún vaknaði ekki og svaf þangað til rétt áður en við lentum. Við lentum klukkan tíu mínútur yfir eitt að staðartíma, en vorum ekki komin út til pabba og Pan fyrr en um korter yfir tvö. Við þurftum að bíða ENDALAUST eftir töskunum.... Svo keyrðum við upp á útsýnispall og þar var þessi mynd af Hafdísi tekin. Hún svona svakalega áhugasöm um allt í kringum sig. Svo á morgun ætlum við, ef það verður ekki rigning, að fara í Liseberg og tívolía af okkur rassgötin.... ég ætla að fara millljón sinnum í rússíbanann..... kannski fáið þið mynd af okkur í tívolíi í næsta bloggi.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com